Leita í fréttum mbl.is

Milljarðar fyrir verri kjör – og nú á að ganga alla leið?

Í umræðu um mögulegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefur stundum verið haldið fram að Ísland sé nú þegar svo nátengt ESB í gegnum EES-samninginn að formleg aðild sé í raun aðeins formsatriði. Að ekkert standi raunverulega í vegi fyrir inngöngu nema pólitískur vilji.

En er það svo?

Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á í nýlegri grein hefur Ísland um árabil greitt háar upphæðir í uppbyggingarsjóði EES og á næstu árum er gert ráð fyrir um tólf milljörðum króna í framlag frá Íslandi, sem rennur til verkefna í ríkjum Evrópusambandsins. Það væri eðlilegt ef um væri að ræða gagnkvæman ávinning, sérstaklega þegar kemur að tollum á íslenskar sjávarafurðir sem er lykilatvinnugrein landsins og ein af meginforsendum þess að Ísland gekk í EES á sínum tíma.

En staðreyndin er sú að Ísland hefur aldrei notið fulls tollfrelsis í viðskiptum með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Þvert á móti hafa ríki utan EES og þar með líka ESB eins og Kanada, Japan og Bretland, gert fríverslunarsamninga við ESB sem tryggja þeim betri markaðsaðgang fyrir sjávarafuðri en við höfum.

Ef þetta er niðurstaðan eftir þrjátíu ára samvinnu innan EES, hvaða rök eru þá fyrir því að Ísland eigi nú að ganga alla leið og sækja um inngöngu í sambandið þegar ríki utan þess njóta nú þegar betri kjara?

Sjá grein Hjartar J. Guðmundssonar: Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör


Bloggfærslur 9. júlí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 159
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 1234726

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 1507
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband