Leita í fréttum mbl.is

Nei, Ágúst Ólafur, þetta er tómur misskilningur

Maður er nefndur Ágúst Ólafur Ágústsson.  Ágúst Ólafur sat á Alþingi um hríð og á sér þá heitu ósk að Evrópusambandið stjórni Íslandi.  Hann telur að þá lagist margt af því sem hann telur að þurfi að laga.  

Ágúst Ólafur ferðast milli fjölmiðla til að dásama Evrópusambandið. Hann ræðir m.a. sjávarútveg og hefur komist að því að það sé í góðu lagi að Evrópusambandið stjórni honum, vegna þess að það sé svo langt síðan útlendir togarar voru við Ísland og vegna þess að núverandi reglur sambandsins séu Íslandi að einhverju leyti hagfelldar. 

Af þessu tilefni þurfa Íslendingar að hafa þetta í huga:

1. Stórþjóðir Evrópu hafa mörg hundruð ára veiðireynslu af Íslandsmiðum og mun meiri veiðireynslu af djúpmiðum en Íslendingar. Svo vill til að þær ráða nú Evrópusambandinu. 

2. Núverandi reglur Evrópusambandsins eru fjarri því að vera sniðnar að hagsmunum Íslendinga. Ef Evrópusambandið hefði fengið að ráða hefðu Íslendingar t.d. ekki fengið marga makrílsporða, kannski engan.

3. Evrópusambandið breytir reglum sínum um fiskveiðar þegar því hentar. Þegar það gerist verður Ágúst Ólafur ekki spurður álits og álit sendimanns örþjóðar í sambandinu fer rakleitt í ruslið. 

4. Það er engin leið að meitla neitt í stein hvað varðar samskipti við stórveldi á borð við Evrópusambandið. Atburðir síðustu vikna sýna að samningar eru bara virtir þegar það hentar og hægur vandi er að knýja fram hvaða breytingar sem er á gildandi samningum.  

5. Stjórnendur og almenningur í Evrópu mun fyrr eða síðar spyrja hvort það sé sanngjarnt að örþjóð sitji ein að auðlind á borð við gjöful fiskimið.  Evrópusambandið mun þá sjálft úrskurða til samræmis við svarið við þeirri spurningu.  

Ágúst Ólafur verður líklega rithöfundum framtíðar að persónufyrirmynd. 

 

 


Bloggfærslur 17. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 370
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 3165
  • Frá upphafi: 1247436

Annað

  • Innlit í dag: 332
  • Innlit sl. viku: 2855
  • Gestir í dag: 321
  • IP-tölur í dag: 307

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband