Leita í fréttum mbl.is

Daði Már glímir við stórhvelið frá Brussel

Ríkissjóður virðist alltaf geta átt von á að fá óvænta gesti að nægtaborðinu. Nú er komið úr kafinu risavaxið stórhveli sem enginn sá fyrir í fjármálaáætluninni sem samþykkt var í sumar. Ekki stórhveli úr Faxaflóa, heldur Brussel-hvelið: hernaðarútgjöld og skuldbindingar sem utanríkisráðherrann hefur laumað inn á posann á ríkissjóði.

Tvöfeldnin hér á sér lítil takmörk. Utanríkisráðherrann lofar auknu öryggi með því að tengja Ísland fastar við utanríkisstefnu ESB, en raunveruleikinn er sá að þetta þýðir auknar skuldbindingar, refsiaðgerðir og hernaðarbrölt sem kostar íslenska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Hvar á að taka peningana? Hvers vegna var ekkert minnst á þetta þegar fjármálaáætlunin var samþykkt í júní?

Á sama tíma birtist vandræðagangur ríkisstjórnarinnar enn skýrar: Seðlabankinn hefur lækkað vexti undanfarið ár þar til nú, en ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkar samt sem áður vegna óvissu í ríkisfjármálum. Forsætisráðherra stendur eftir án skýringa, meðan útgjöldin tútna út og fjárfestar lesa út úr heildarmyndinni að stjórnin hafi hvorki hemil á útgjöldum né áætlun um viðbrögð.

Stórhvelið frá Brussel étur sig inn í ríkisfjármálin og Daði Már þarf að glíma við reikning sem þjóðin hefur aldrei gert pöntun fyrir.


Bloggfærslur 21. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 265
  • Sl. sólarhring: 481
  • Sl. viku: 3521
  • Frá upphafi: 1249312

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 3139
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband