Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur kastar krónunni og hirđir reikningana

Í Morgunblađinu í gćr reynir Vilhjálmur Ţorsteinsson enn ađ sannfćra lesendur sína um ađ Ísland eigi "öruggari framtíđ" innan Evrópusambandsins. Ţađ virđist sagt af fullri alvöru, rétt eins og allir séu búnir ađ gleyma ţví hvađ sjálfstćđ stađa okkar getur ţýtt.

Fyrst lćtur hann krónuna fá ţađ óţvegiđ fyrir hrun bankanna. Ţađ var ekki stjórnlaus útrás ţeirra né skortur á eftirliti eđa ćvintýramennska, nei heldur sjálf krónan sem olli hruninu. Var ţessu ekki annars öfugt fariđ, ţađ var krónan sem bjargađi okkur ţá. Hún gerđi okkur kleift ađ komast á réttan kjöl međ okkar eigin peningastefnu og stjórntćkjum í stađ ţess ađ lenda í evru-vandrćđunum sem Grikkland reyndi á eigin skinni.

Ţađ er ţćgilegt ţegar sagan er endurskrifuđ ţannig ađ Brussel verđi lausnin. Gleymum aldrei ađ ţađ var sjálfstćđi Íslands sem tryggđi sigur í Icesave-málinu, málinu sem hefđi aldrei unnist ef Brussel hefđi ráđiđ.

En ţegar Vilhjálmur kastar krónunni, ţá er hann í raun ađ hirđa smáaura: loforđ um styrki, um "hagrćđi" og um ađ einhver annar sjái um vandamálin. Raunveruleikinn er hins vegar sá ađ öll ţessi loforđ snúast upp í reikninga sem falla á íslenska skattgreiđendur, auk skuldbindinga sem ţjóđin hefur aldrei samţykkt. Evran hefur ţar ađ auki ekki stađiđ undir vćntingum um aukinn hagvöxt og velsćld. Ţađ sýna skýrslur Evrópusambandsins sjálfs, t.d. Draghi skýrslan.

En nú ţegar Vilhjálmur reynir ađ selja Brussel drauminn međ gamalkunnugri frasa-upptalningu er spurningin einföld: Erum viđ virkilega tilbúin ađ kasta krónunni fyrir smáaura?

Vilhjálmur, ţetta er orđiđ ţreytt. Sama sagan, sömu frasarnir, alltaf međ Brussel sem lausn á öllum vandamálum. Ríkisstjórnin sem keyrđi ţessa stefnu fyrir fimmtán árum var afţökkuđ pent í kosningum.


Bloggfćrslur 22. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 205
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 3418
  • Frá upphafi: 1249805

Annađ

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 3060
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 183

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband