Leita í fréttum mbl.is

Lesa menn ekki heimspressuna í stjórnarráðinu?

Ólafur heitir maður Sigurðsson. Hann er einn reyndasti fréttahaukur landsins og hefur fylgst með alþjóðastjórnmálum frá því áður en sum þeirra sem nú stýra landinu fæddust.

Í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag rekur hann efni greinar sem birtist nýlega í Project Syndicate, eftir Villy Sövndal, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur (2011-2013) og nú þingmann á Evrópuþinginu, og Roderic Kefferputz, starfsmann í Brussel-deild Heinrich-Böll-Stiftung, sem styður hnattrænar umræður um græna pólitík og stefnumótun.

Sövndal og Kefferputz segja þar berum orðum: Von der Leyen hefur þegar sett stækkun í norður á dagskrá. Stækkunin þangað snýst ekki aðeins um geopólitík, heldur einnig peninga. ESB vinnur að því að taka inn tíu fátækustu lönd Evrópu og þá vantar auðvitað einhvern sem borgar brúsann. Þar koma Ísland og Noregur til sögunnar, lönd sem eru meðal ríkustu landa heims. Við eigum að borga.

Á sama tíma hefur ESB kotroskið ákvæði um öryggismál í sáttmála sínum en réttir á sama tíma fram betlistafinn sinn í Washington. Hvernig getur ESB, sem kallar eftir samstöðu á norðurslóðum í nafni öryggis og stöðugleika, verið jafnframt háð hernaðarlegum stuðningi frá Bandaríkjunum? Hvers konar stórveldi er það?

Færeyingar og Grænlendingar hafa þegar svarað þessu með því að halda sig utan dyra. Þeir ætla ekki að láta Brussel stýra fiskimiðum sínum eða gera sig að gjaldmiðli í samstöðu sem þjónar fyrst og fremst öðrum. Ísland á að draga lærdóm af því.

Það sem Ólafur bendir á er skýrt: Þetta snýst ekki um "aukinn stöðugleika" heldur um flutning valds og að lokum reikninginn. Spurningin er hvort við ætlum að afhenda auðlindir okkar á altari kommisjónarinnar í þeirri trú að Brussel sé skjól, þegar reynslan sýnir hið gagnstæða.


Bloggfærslur 26. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 38
  • Sl. sólarhring: 395
  • Sl. viku: 2619
  • Frá upphafi: 1251335

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2394
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband