Leita í fréttum mbl.is

Áhrifakapphlaup á norðurslóðum - djöflatertan er tilbúin, kremið vantar

Danska ríkissjónvarpið DR greindi nýlega frá því að menn með tengsl við Donald Trump hefðu reynt að grafa undan tengslum Grænlands og Danmerkur. Þar var safnað listum yfir stuðningsmenn og andstæðinga, þrýst á innri pólitík og jafnvel teiknuð upp framtíð þar sem Grænland yrði hluti af Bandaríkjunum. Danski utanríkisráðherrann kallaði bandarískan erindreka á teppið og talaði um óásættanlegt inngrip í innri málefni. Þetta er hrá og augljós valdbeiting - enginn pastellitur, bara hamar og nagli.

En Brussel nýtir aðrar aðferðir. Þar er uppskriftin snyrtilegri: reglugerðir í gegnum EES-samninginn, styrkir til rannsókna og svæðisbundinna verkefna og norðurslóðastefna sem skilgreinir Ísland sem "viðkvæmt svæði". Nýlega bættist svo við öryggis- og varnarsamstarf sem opnar dyr að íslenskum innviðum, fyrir undirskrift utanríkisráðherrans okkar.

Sundum birtast áhrifin þó með öðrum hætti, til dæmis í gegnum fræðasamfélagið. Hjörtur J. Guðmundsson skrifar á www.stjornmalin.is um nýlegt dæmi þar sem prófessor í stjórnmálafræði kallaði Brexit "skot í fótinn". Sá hinn sami er formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýlegur handhafi Jean Monnet-styrks frá ESB. Það er líklega ekkert glæpsamlegt við það, en er það ekki líka dæmi um "mjúka valdbeitingu" þegar styrkir tryggja að ákveðnar raddir fái meira vægi í opinberri umræðu en aðrar?

Munurinn liggur ekki í markmiðinu, heldur í leiðinni þangað. Hjá Bandaríkjunum er uppskriftin þrýstingur, listamenn og bein aðkoma að einstaklingum. Í tilviki ESB eru það reglugerðir, fjármögnun og "mjúk valdbeiting" sem virðist saklaus en þjónar pólitískum tilgangi.

Annað kemur með hamarinn, hitt með styrkjabréfin. En bæði eru botnar í sömu kökunni - tveimur sykurlausum djöflatertubotnum sem þurfa bragðgott krem. Það er óþægileg tilhugsun að einhver muni á endanum sleikja á sér puttana.


Bloggfærslur 29. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 14
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 2680
  • Frá upphafi: 1252712

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2435
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband