Leita í fréttum mbl.is

Skiljanlegt? Nei – óafsakanlegt!

Evrópusambandið vinnur nú að því að setja fyrirhugaða verndartolla á kísiljárn frá EFTA-ríkjum, þar á meðal Íslandi. Málið er í ferli innan ESB og ekki orðið að endanlegri ákvörðun, en ef tollarnir verða samþykktir, myndi það teljast brot á EES-samningnum. Forsætisráðherra segir að þetta sé "viðkvæmt mál". Ekki vegna þess að tollarnir myndu brjóta EES-samninginn, heldur vegna þess að það sé "skiljanlegt" að sumum innan ESB finnist þetta góð hugmynd.

Hvernig er það góð hugmynd að gera engan greinarmun á Íslandi og Noregi, sem eiga aðild að innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn og Kína sem stundar offramleiðslu á kísiljárni með ríkulegum ríkisstyrkjum. Aðalatriðið virðist því miður ekki vera að standa vörð um íslenska hagsmuni, heldur að vanda sig svo að sambandið taki ekki illa í gagnrýnina.

En hvað ef þetta væri Trump...

Það er erfitt að ímynda sér að forseti Bandaríkjanna, sérstaklega Donald Trump í núverandi hlutverki — hefði fengið svona mjúka meðferð. Þar hefði verið talað um brot á samningum af fullri hörku, ÞÁ eru skilkihanskarnir ekki settir upp. En þegar ESB brýtur á okkur, þá er allt í einu spurning um "mismunandi skoðanir innan sambandsins" og hvort málið "nái fram að ganga".

Af hverju við eigum ekki að sætta okkur við þetta?

Það sem blasir við er einfalt: þetta eru verndartollar sem skerða aðgang íslensks útflutnings að mörkuðum ESB og brjóta EES-samninginn enda ganga þeir gegn fjórfrelsinu. Verndartollarnir verða ekki minna alvarlegir þó að einhverjir innan ESB séu þeim sammála.

Það á að svara slíkum aðgerðum af hörku, ekki með yfirlýsingum sem hljóma eins og þær væru skrifaðar í Brussel. Íslensk stjórnvöld eiga ekki að vera fulltrúar ESB í Reykjavík. Þau eiga að verja hagsmuni Íslands, jafnvel þótt það kalli á að tala hreint út við vinina í Evrópusambandinu. Því miður stefnir Kristrúnarstjórnin í sama farveg og Jóhönnustjórnin sem stóð svo illa um að hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd að forseti lýðveldisins þurfti að taka að sér gæsluna.

Ekki gefa eftir einn millimeter Kristrún, ekki einu sinni til að vera kurteis.


Bloggfærslur 9. ágúst 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 192
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1942
  • Frá upphafi: 1244185

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 1719
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband