Leita í fréttum mbl.is

Alþingi veikt í nafni "réttaröryggis"

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefur gert innleiðingu bókunar 35 að sínu forgangsmáli í þinginu. Hún kallar það "prinsippmál" um að standa við skuldbindingar Íslands gagnvart EES og talar um að tryggja "réttaröryggi" einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki smámál þegar Alþingi er sett í það hlutverk að stimpla eigin veikingu og það gert í nafni "réttaröryggis".

Hvað felst í þessu í reynd? Bókunin setur skýra forgangsreglu sem gefur EES-reglum forgang fram yfir lög frá Alþingi. Það er ekki smámál þegar Alþingi er veikt með þessum hætti og það án þess að það hafi verið borið undir þjóðina.

Í þessu sambandi má spyrja: Hverjar eru skuldbindingar Íslands í þessu samhengi? Bókun 35 hefur verið hluti samningsins allt frá upphafi. Engin krafa var gerð um breytingu á bókuninni fyrr en rúmum 25 árum eftir gildistöku samningsins. Í viðtali við Morgunblaðið 16. september 2024 sagði Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins til margra ára, að á "meðan ég var í dómnum var ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði ekki innleitt bókunina með réttum hætti og að því bæri að gera það. En það mætti líka segja að þetta ástand hafi varað svo lengi og án teljandi vandkvæða, að það væri ástæðulaust með öllu að hrófla við því."

Ekki einu sinni fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins til margra ára sér tilefni til að hrófla við þessu fyrirkomulagi. Að gera bókun 35 að forgangsmáli nú er því hvorki prinsipp um lýðræði né réttaröryggi, heldur er verið að veikja Alþingi.

Þetta er í andstöðu við íslenska hagsmuni.


Bloggfærslur 18. september 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 20
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2848
  • Frá upphafi: 1259518

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2643
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband