Leita í fréttum mbl.is

Bakdyralykillin notaður að öryggis og varnarsamstarfi við ESB

Ríkisstjórnin undirbýr yfirlýsingu sem myndi hlekkja Ísland formlega við ESB á sviði öryggis- og varnarmála, án aðkomu Alþingis eða þjóðarinnar.

Þegar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsótti Ísland í sumar hitti hún forsætisráðherra á Keflavíkurflugvelli, á sjálfu "öryggissvæðinu". Þar var lagt upp með að undirbúa samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál. Forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir sagði berum orðum að slíkt samkomulag gæti orðið tilbúið til undirritunar fyrir árslok.

Samstarfsyfirlýsingin yrði fyrsta skjalfesta skrefið til að tengja Ísland formlega inn í varnarkerfi Evrópusambandsins. Hún verður fyrsta yfirlýsingin sinnar tegundar milli Íslands og ESB á sviði öryggis- og varnarmála og það sem skiptir mestu máli: hún yrði undirrituð af ríkisstjórninni einni saman, án þess að Alþingi fengi málið til umfjöllunar.

Gæðingarnir við hlið ráðherranna
Kristrún hefur Dag B. Eggertsson sér við hlið sem skrifaði undir skýrslu nefndarinnar, þar sem meginstoðir íslenskra varna eru skilgreindar sem aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin, en skrifaði svo í kjallaragrein í Morgunblaðinu að Ísland ætti að halla sér að Evrópusambandinu "eins nánum böndum og kostur er" í varnarmálum. Þorgerður Katrín getur á sama hátt treyst á sinn gæðing, Aðalstein Leifsson aðstoðarmann, sem sat í sömu nefnd og Dagur og stýrði vinnunni við þessa sömu skýrslu sem ráðherrann sjálf virðist þó ekki leggja til grundvallar í sínum málflutningi.

Og hér blasir sú hætta að ríkisstjórninni takist að "hlekkja Ísland við Evrópusambandið" í öryggis- og varnarmálum með bakdyralyklinum einum saman undir nafninu samstarfsyfirlýsing. Alþingi og þjóðin sitja eftir, með fréttatilkynninguna eina til að lesa.

Fréttin sem vitnað er til birtist á arctictoday.com, þann 20. júlí 2025 "Iceland to launch negotiations on security, defense partnership with EU"


Bloggfærslur 21. september 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 241
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2676
  • Frá upphafi: 1260857

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 2511
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband