Leita í fréttum mbl.is

Kostulegt viðtal við trúboða

Guy Verhofstadt er sérstakur áhugamaður evrópskt stórríki.  Stjórnmálaflokki, sem heitir Viðreisn, þykir hann mikill spekingur og reynir að gera hann að Íslandsvini. 

Guy þessi lætur gamminn geisa í Vísi og gerir t.d. mikið úr meintum erfiðleikum Breta eftir Brexit. Það kallar á gagnaskoðun.  Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum, sem finna má á tenglinum hér að neðan voru þjóðartekjur á mann (GNI pr. capita) í Bretlandi, sem hlutfall af tekjum í löndunum sem stjórna Evrópusambandinu, Frakklandi og Þýskalandi þessar:

 

Tekjur Breta (GNI) árið 2020: 

98,1 af tekjum Frakka

80,3% af tekjum Þjóðverja

 

Tekjur Breta (GNPI) árið 2024:

107,8% af tekjum Frakka

88,5 af tekjum Þjóðverja

 

Eftir Brexit hefur með öðrum orðum gengið mun betur að afla aura í Bretlandi en í stóru Evrópusambandslöndunum.  Það er kannski ekki Brexit að þakka, en þessar tölur ríma engu að síður frekar illa við meint stórkostlegt tap Breta af að hætta í Evrópusambandinu.  

Það verður seint sagt að málflutningur Evróputrúboðsins mótist af gögnum og staðreyndum, enda væri þá málstaðurinn algerlega vonlaus.  

 

https://data.worldbank.org/indicator/NY.GNP.PCAP.CD?end=2024&locations=GB-FR-DE&start=2000 

https://www.visir.is/g/20252778330d/esb-myndi-taka-is-landi-opnum-ormum

 


Bloggfærslur 23. september 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 156
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 2464
  • Frá upphafi: 1261614

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2308
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband