Leita í fréttum mbl.is

Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu

Íslenskir aðildarsinnar hafa árum saman vísað til þess að Finnar og Svíar hafi fengið sérmeðferð þegar þeir gengu í Evrópusambandið, sérstaklega þegar kemur að landbúnaði. Þeir hafi fengið aðgang að einhverri "sérstakri stefnu fyrir norðlægan landbúnað" sem Ísland gæti líka treyst á og sem muni opna flóðgáttir styrkja fyrir íslenska bændur.

En í nýrri grein í Bændablaðinu (28. ágúst) leiðréttir Erna Bjarnadóttir þennan málflutning. Hún bendir á að það sem Norðurlöndin fengu árið 1995 voru tímabundnar aðlögunarheimildir, ekki varanlegar sérlausnir og ekki sérstök stefna fyrir landbúnað í köldu loftslagi. Það sem þau fengu var svigrúm til að leggja til eigið fjármagn til stuðnings landbúnaði á norðurslóðum, ofan á almennan ramma sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP). Að öðru leyti kemur fjármögnunin úr sameiginlegum sjóðum, ekki úr neinum sérstökum sjóðum sem ætlaðir eru fyrir norðlægan landbúnað.

Sama niðurstaða kom skýrt fram í viðtali við Ernu í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær (3. sept.), þar sem hún fór einnig yfir hvernig sameiginlega fjármögnunin virkar milli aðildarlands og framlaga úr CAP.

Engir sjóðir ætlaðir norðlægum landbúnaði

Þegar Hanna Katrín, ráðherra landbúnaðarmála með meiru, fundaði í sumar með yfirmanni landbúnaðarmála hjá framkvæmdastjórn ESB, sagði hún markmiðið vera að kynna sér stefnu ESB fyrir "norðlægan landbúnað".

Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Erna bendir á í greininni, að slík stefna er ekki til. Það sem er til eru almennir rammar innan CAP sem aðildarríki geta nýtt til að styðja ákveðin svæði sem búa við erfiðar aðstæður, en með eigin fjármagni ofan á það sem kemur frá Brussel. Þetta síðara er sérstaklega mikilvægt. Stærstu styrkjaflokkar CAP sem tengjast byggðamálum byggjast nefnilega á mótframlögum aðildarríkisins sjálfs.

Þegar haft er í huga að Ísland yrði án efa nettó greiðandi til ESB, blasir við að íslensk stjórnvöld þyrftu einnig að leggja fram fjármagn á móti slíkum styrkjum ef bændur ættu að njóta þeirra. Það er því ekki aðeins óraunhæft heldur beinlínis villandi að tala um "norðlægan landbúnað" sem sérlausn.

Flökkusögur eða framtíðargrundvöllur?

Spurningin er því einföld: Ætlum við að byggja framtíð íslensks landbúnaðar á flökkusögum um sérlausnir sem aldrei hafa verið til eða á staðreyndum sem sýna okkur hvernig kerfið raunverulega virkar?


Bloggfærslur 4. september 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 266
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 2215
  • Frá upphafi: 1254913

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 1944
  • Gestir í dag: 217
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband