Leita í fréttum mbl.is

"Leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna"

bjarni_armannssonBjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í samtali við Vísi.is í gær að bankinn hefði ekki í hyggju að gera upp í evrum líkt og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás hafi ákveðið að gera og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Bjarni sagði að það væri ekki mat forráðamanna Glitnis að það sé nauðsynlegt að gera upp í evrum og henda krónunni fyrir róða þó svo að starfsemi og umsvif Glitnis fari í síauknum mæli fram á erlendri grundu. Hann sagði að ekki mætti gleyma kostum íslensku krónunnar og vísaði frekar til ábyrgðar hins opinbera.

Bjarni sagðist frekar vilja sjá styrkari peninga- og fjármálastjórn hins opinbera hér á landi. "Þetta er ekki spurning um að hafa tröllatrú á íslensku krónunni, þetta er gjaldmiðilinn sem sé í gangi og hann endurspeglar styrk efnahagslífsins á hverjum tíma. Það er eðli gjaldmiðla." Aðspurður hvað honum þætti um orð margra að undanförnu um að íslenska krónan sé orðin það veik að það sé aðkallandi að íhuga aðra kosti, sagði Bjarni að íslenskt samfélag hefði gengið í gegnum mikið þenslutímabil að undanförnu og peningamálayfirvöld þyrftu að sjá til þess að lendingin yrði mjúk.

"Þeim mun verr sem lendingin verður, þeim mun meiri veikleika setjum við í krónuna. Ábyrgðin liggur í fjármálastjórninni og við leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að lokum.

Frekari skoðanir Bjarna á þessum málum má lesa um á Rúv.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1776
  • Frá upphafi: 1183633

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1549
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband