Ljóst er að stuðningur við aðildarviðræður við Evrópusambandið hefur dregist verulega saman samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir samtökin Sterkara Ísland og birt er í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt könnuninni er meirihluti andvígur aðildarviðræðum eða 45,5% á móti 38,8% sem eru þeim hlynnt.
Stuðningur við aðildarviðræður var síðast kannaður í nóvember 2009 af Háskólanum á Bifröst fyrir Stöð 2. Þá var stuðningur við þær um 50% en andstaðan 43%. Samkvæmt því er ljóst að stuðningurinn hefur dregist saman um rúm 11% frá því í nóvember á síðasta ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.