Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Evruþjóðir vilja ekki evruna
"Hið virta brezka dagblað, Financial Times, birti í fyrradag frétt á forsíðu þess efnis, að yfirgnæfandi meirihluti íbúa í þeim löndum, sem hafa tekið upp evruna, teldi að sá gjaldmiðill hefði skaðað efnahag þjóða þeirra. Samkvæmt könnun, sem Financial Times lét gera telja tveir þriðju íbúa Frakklands, Ítalíu og Spánar að evran hafi haft neikvæð áhrif og helmingur Þjóðverja var sömu skoðunar. Í Frakklandi sögðu einungis 5% þeirra, sem spurðir voru, að evran hefði haft jákvæð áhrif. Tveir þriðju Þjóðverja sögðu að þeir vildu heldur þýzka markið.
Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og þetta viðhorf virðist ríkjandi í þeim ESB-ríkjum, sem könnunin náði til hjá því fólki, sem hefur margra ára reynslu af hinum sameiginlega gjaldmiðli hefjast umræður hér um mikilvægi þess að taka upp evruna."
Staksteina Morgunblaðsins frá 31. janúar sl. má lesa í heild á slóðinni Morgunbladid.blog.is.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 10
- Sl. sólarhring: 369
- Sl. viku: 1945
- Frá upphafi: 1184352
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1673
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, mjög skrýtið að við hér með minnstu mynt í heimi viljum Evru, þegar við erum að borga hæstu vexti sem þekkjast í Evrópu og erum í öðru sæti í verðbólgunni rétt á eftir Tyrkjum! En betur má ef duga skal! þetta eru bara nokkur prósent í Tyrkland og bara aldrei að vita nema við náum þeim á næstu árum.
Á meðan halda íhaldsöflini að bera eplin saman við appelsínurnar, enda erfitt að vera með eðlileg haldbær rök fyrir því að halda í krónuna.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 19:26
Taka til í efnahagsmálunum hjá sér? Ertu að segja að efnahagsástandið sér betra t.d. í Þýzkalandi núna en þegar Þjóðverjarnir voru með þýzka markið? O.s.frv. Eins og fjölmargir virtir fjármálaspekingar hafa bent á hafa m.a. miðstýrðir stýriverxtir evrusvæðisins, sem henta í raun engu af evruríkjunum vegna oftar en ekki ólíkra efnahagsaðstæðna, gert stjórnvöldum í ríkjunum afar erfitt fyrir með að hafa eðlilega stjórn á hagkerfum þeirra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 1.2.2007 kl. 22:35
Hvað ætli margir Íslendingar vilji taka upp evruna?
Af hverju nefna ómálefnalegir pistlahöfundir ekki um skoðanir þeirra sem þekkja til efnahagsmála um upptöku evrunnar. Til dæmis Robert Mundell þegar hann var á Íslandi og 26. janúar síðasta árs.
Þetta er tekið úr fyrirlestraglærur hans :
Is the EMU Working? Yes!
Every country in the euro zone has a better monetary policy than before.
Every country has a continental-size capital market.
Every citizen has a world-class currency.
Transactions costs in currency exchange have been eliminated.
The euro is being used increasingly in international trade.
Interest rates and inflation rates have converged at low levels.
Most Central Banks want to diversify reserves from dollars to euros.
There are no longer any currency crises in Europe.
Bottom line.
Is that the euro has been a resounding success, perhaps the most astonishing international monetary development in the history of the world.
Árni (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 07:38
Robert Mundell er vissulega virtur fræðimaður en hann er líka gjarnan titilaður faðir evrunnar enda aðalhugmyndafræðingurinn að baki þeirri hugmynd sem liggur til grundvallar evrusvæðinu. Hann hefur verið mikill hvatamaður þess að slík sameiginleg myntsvæði séu sett á laggirnar og það væri í sjálfu sér einkennilegt ef hann tæki upp á því að tala evrusvæðið niður. Það væri svona sambærilegt við það ef Milton Friedman heitinn hefði farið að tala gegn frjálsu markaðshagkerfi.
En einmitt vegna þessarar stöðu Mundells var óneitanlega mjög athyglisvert að hann skyldi ekki mæla með því í heimsókn sinni til Íslands fyrir jól að evra væri tekin upp hér á landi.
Frá hagfræðilegum sjónarhóli geta fleiri en eitt ríki tekið upp sama gjaldmiðilinn með góðum árangri ef efnahagslegar aðstæður eru nógu sambærilegar. Menn hafa nefnt Ástralíu og Nýja-Sjáland sem dæmi um lönd sem gætu þess vegna farið þá leið út frá sjónarhóli hagfræðinnar ef vilji væri fyrir því. Evruríkin í dag eru hins vegar afar ólík innbyrðis efnahagslega, sérstaklega suður- og norðurhlutinn, sem er bein ávísun á vandamál í framtíðinni eins margir hafa bent á s.s. fyrrv. aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusamandsins dr. Ottmar Issing (sem hann gerði að sjálfsögðu ekki fyrr en hann lét af störfum sl. sumar).
Hins vegar var evran pólitískt fyrirbæri fyrst og síðast og hugsað sem stórt samrunaskref í áttina að einu ríki. Nú eru miklir evrusinnar eins og Paul de Grauwe, prófessor í hagfræði við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu sem er annar hugmyndafræðingur evrusvæðisins, að kalla eftir því að Evrópusambandinu verði breytt í eitt ríki til að koma í veg fyrir endalok svæðisins þar sem ekkert myntbandalag hafi lifað af í sögunni án þess að vera tengt einu ríki að þeirra sögn sem sennilega er rétt.
Hugmyndin með evrusvæðinu hefur sjálfsagt alltaf verið sú að undirbúa eitt ríki. Evrusvæðið átti að ganga svo vel að almenningur í Evrópusambandinu gæti ekki hugsað sér að gefa það upp á bátinn og sæi sig tilneyddan að samþykkja það að breyta sambandinu í eitt ríki í því skyni m.a. að bjarga evrunni. Gallinn er að evran hefur bara ekki verið að skila sér sem skyldi og aðeins orðið óvinsælli frekar en hitt. Og ekki er hún vinsælli hér á landi ef marka má síðustu skoðanakönnun hér á landi um þau mál.
Evrusvæðið átti m.a. að skila sér í auknum hagvexti og litlu atvinnuleysi. Hún átti sömuleiðis að leiða til þess að hagsveiflur aðildarríkjanna samlögðust, verðlag innan evrusvæðisins myndi jafnast út og að utanríkisviðskipti myndu aukast mun meira en áður. Ekkert af þessu hefur þó gengið eftir. Að auki hefur verðlag víða hækkað innan evrusvæðisins með tilkomu evrunnar, a.m.k. að mati neytenda. Það er því kannski ekki að furða að Mundell vinur okkar skuli ekkert hafa minnzt á þessi atriði í upptalningu sinni. Það hefur væntanlega ekki hentað hans málstað.
Aukin utanríkisviðskipti eru einmitt það sem mikið hefur verið notað hér á landi sem meðmæli með upptöku evrunnar, en það er ekki að sjá að slíkt sé eins gefið og sumir vilja meina. Því hefur líka verið haldið fram að hagsveiflur hér á landi myndu samlagast sveiflunni á evrusvæðinu (þó þar á bæ sé vissulega engin ein sveifla til staðar) ef við tækjum upp evru og gengjum í Evrópusambandið. Hagsveiflurnar á milli einstakra evruríkja eru þó miklu líkari en hagsveiflurnar hér á landi og í þeim. Samt hafa hagsveiflurnar í ríkjunum ekki samlagast eins og gert var ráð fyrir og ef eitthvað er frekar orðið ólíkari og skapað vandamál eins og dr. Issing hefur m.a. nefnt.
Ingvar talar um ósveigjanlegan vinnumarkað sem vissulega er til staðar innan Evrópusambandsins og þakka má ekki sízt gríðarlegu reglugerðafargani sambandsins. En annað eru m.a. miðstýrðir stýrivextir evrusvæðisins, eins og ég nefndi áður, sem henta í raun engu af evruríkjunum. Eins og HSBC bankinn í London sagði í skýrslu sinni sumarið 2005 hefur þetta gert evruríkjunum mjög erfitt fyrir að hafa eðlilega stjórn á hagkerfum sínum, ekki sízt með tilliti til atvinnuleysis, en eins og kunnugt er er viðvarandi fjöldaatvinnuleysi ríkjandi víðast hvar á evrusvæðinu.
Ein ástæða þessa er sú að evrusvæðið er ólíkt t.d. Bandaríkjunum þar sem vissulega er einn gjaldmiðill líka og miðstýrðir stýrivextir. Munurinn er ekki sízt sá í þessu sambandi að í Bandaríkjunum flytur fjöldi fólks á milli einstakra ríkja eftir því hvar er að finna atvinnu hverju sinni. Menningar- og tungumálalegar hindranir eru ekki til staðar þar á bæ eins og innan evrusvæðisins. Hundurðir þúsundir Frakka,eða jafnvel milljónir, flytja ekki til Þýzkalands ef það er niðursveifla í Frakklandi en uppsveifla í Þýzkalandi. Þeir fara frekar á atvinnuleysisbætur.
Svona væri hægt að halda lengi áfram. Það verður annars fróðlegt að sjá hvort evrusvæðið heldur áfram að vera til í framtíðinni eða hvort það muni innan fárra ára liðast í sundur og jafnvel líða undir lok eins og ófáir virtir aðilar í hinum alþjóðlega fjármálaheimi hafa sagt vel koma til greina, aðilar eins og s.s. HSBC bankinn í London, bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley, Milton heitinn Friedman, áðurnefndur Paul de Grauwe, Bradford Delong prófessor í hagfræði við Berkeley-háskóla í Kaliforníu, Frits Bolkestein fyrrverandi yfirmaður innri markaðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og alþjóðlega fjármálafyrirtækið JP Morgans (Jótlandspósturinn 20/09/05) svo einhverjir séu nefndir.
Það er auðvitað frábær tilhugsun að loka sig inni í Evrópusambandinu og taka upp gjaldmiðil með svona framtíðarspár á bakinu. Var ekki einhver að tala um handónýtan gjaldmiðil á dögunum?
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.2.2007 kl. 13:45
Bara svona að benda þér á það Hjörtur að við hér á Íslandi tókum upp vinnumálalöggjöf ESB þegar við gengum í ESS, samt er bara 2% atvinnuleysi hér. Atvinnuástand í Finnlandi og Írlandi hefur ekki versnað eftir inngöngu, og því engin ástæða fyrir því að það ætti að gerast hér.
Svona dómsdagsspár um stærsta viðskipasvæðið okkar eru bara mjög undarlegar hjá þér, og ef þær rætast verður Ísland fyrir mjög miklum áföllum sama hvort við verðum með Evru eða ekki. Hinsvegar er ekkert mál að telja saman einhverja fagaðila til að reyna renna stoðum undir hvað sem er sama hversu vitlaust það er, bara ef maður nennir að grafa nógu mikið. Það sést best í því að fólk er ennþá að ræða þróunarkenninguna í Bandaríkjunum - vísindi gegn skáldskap og samt er þetta ennþá alvarleg umræða.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 2.2.2007 kl. 14:30
Aðeins 6,5% lagagerða Evrópusambandsins falla undir EES-samninginn skv. úttekt skrifstofu EFTA í Brussel. Við höfnum hins vegar ekki tekið það allt upp þar sem margt á ekki við hér á landi. Ég veit að þú munt halda því fram að aðildarríki Evrópusambandsins séu bara að taka yfir 35% af regluveri Evrópusambandsins og væntanlega vitna þar með í Eirík Bergmann Einarsson einn ötulasta talsmann Evrópusambandssinna hér á landi. Hann er auðvitað gríðarlega hlutlaus svo ekki sé talað um vandaðan fræðimann sem hélt því lengi fram að við værum að taka yfir 70-80% af lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða þar til það var afsannað. 35% kenningin var hans leið til að reyna að halda andlitinu eftir að blekkingaleikurinn var afhjúpaður. Þess utan eru 6,5% vitaskuld engan veginn 70-80% af 35%.
Fyrstu viðbrögð Eiríks voru raunar þau að segja að 70-80% töluna komna frá Halldóri Ásgrímssyni. Merkilegur fræðimaður það sem á að heita einhvers konar sérfræðingur í Evrópumálum en gleypir svo við svona vitleysu án þess að detta í hug að rannsaka hvort það eigi við rök að styðjast. Það hentaði sennilega ekki pólitískum skoðunum hans að viðurkenna það opinberlega. Þess utan hefur m.a. verið upplýst á þýzka þinginu að um 80% af nýrri lagasetningu sem tók gildi þar í landi á árinum 1998-2004 var uppruninn hjá Evrópusambandinu. Hliðstæðar tölur eiga við önnur Evrópusambandsríki. Sæmileg er framleiðslan í Brussel ef 80% nýrrar lagasetningar í Þýzkalandi eru aðeins 36% af lagagerðum Evrópusambandsins!
Ófáir hagsmunaðilar innan Evrópusambandsins kvarta reglulega undan reglugerðafargani þess og gildir þá einu hvort það eru t.a.m. brezkir fyrirtækjaeigendur eða hollenzk, brezk, dönsk og þýzk stjórnvöld. Jafnvel framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðurkennt að um sé að ræða mikið vandamál.
Írland og Finnland segirðu. Ef evran væri eins góð og mikil töfralausn og þú og fleiri viljið víst meina gætirðu hæglega talið upp a.m.k. meirihluta evruríkjanna sem væru að gera það gott vegna evrunnar. Staðreyndin er sú að slíkt heyrir til undantekninga þar á bæ. Og talandi um atvinnuástand í Finnlandi, þar er atvinnuleysið hátt í 10% eins og víðast hvar annars staðar innan svæðisins. Við viljum að sjálfsögðu fá slíkt ástand hingað til lands.
Stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins taka síðan mið af því sem gerist á evrusvæðinu í heild, þó einkum innan stóru ríkjanna, og munu seint verða ákvarðaðir út frá því hvað hentar okkur íslendingum nema það vilji bara svo heppilega til á einhverjum tímapunkti að aðstæður á evrusvæðinu eigi samleið með aðstæðum hér á landi.
Dómsdagsspár segirðu. Ég efa að slíkir virtir aðilar væru að segja svona lagað ef þeir teldu ekki ástæðu til þess og alls ekki menn sem eru þekktir sem harðir evrusinnar eins og t.d. de Grauwe.
Í athugasemd á öðrum stað á þessu bloggi sagði þú eftirfarandi:
"Ég tek frekar undir með fólki sem er með alvöru háskólapróf um að upptaka Evru myndi hafa góð áhrif á Íslandi ..."
Þessi orð þín er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að til þess að þú takir mark á mönnum í þessari umræðu þurfa þeir ekki aðeins að vera með alvöru háskólapróf (en ekki doktorsgráðu úr bréfaskóla eins og Jón Sigurðsson Framsóknarformaður sem þú varst með þessu að skírskota til) heldur einnig að vera hlynntir evrunni eins og þú. Þeir sem hafa aðra skoðun eru sennilega ekki marktækir að þínu mati sama hvaða prófgráðum þeir geta skreytt sig með.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.2.2007 kl. 15:29
En þessi lönd höfðu alvöru gjaldmiðla áður. Hvað segja t.d. Lúxembúrgarar sem er smáþjóð með mikil milliríkjaviðskipti (eins og við)?
Þorvaldur Blöndal, 3.2.2007 kl. 00:58
Lúxemburg hefur komið vel út úr aðild sinni að Evrópusambandinu, a.m.k. mun betur en mörg önnur aðildarríki. Enda er ríkið inni í miðri hringiðunni og með hliðstæða hagsmuni á margan hátt og t.d. Þýzkaland og Frakkland. Þess utan fengu þeir það víst í gegn á sínum tíma að fá einkaleyfi á að sjá um að prenta meira eða minna allt sem þarf að prenta fyrir Evrópusambandið sem er eðli málsins samkvæmt ekki beint lítið, t.d. allt reglugerðafarganið. Nýlega var upplýst að lagagerðir Evrópusambandsins telji nú einar 170.000 blaðsíður, geri aðrir betur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.2.2007 kl. 09:56
Þannig að svo vitnað sé í Jónas Tryggva hér á undan þá er það að bera saman epli og appelsínur að bera saman Ísland og Lúxemburg í þessum efnum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.2.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.