Leita í fréttum mbl.is

Össur þekkir ekki íslensk lög

Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um starfsemi erlendra sendiráða á Íslandi segist Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafa fínkembt íslensk lög sem kveða á um takmarkanir á starfsemi sendiráða og ekki fundið neitt sem taki til umsvifa sendiráðs Evrópusambandsins á Íslandi.

Össuri og samstarfsmönnum hans í ráðuneytinu yfirsást lög sem samþykkt voru á alþingi í maí 1978 um bann við stuðningi erlendra sendiráða við stjórnmálaflokka á Íslandi og um bann við útgáfu sendiráða. Einn af þeim sem tók þátt í að þrengja möguleika erlendra sendiráða til að hafa áhrif á umræðu hér á landi var Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem vill aðild að Evrópusambandinu. Útgáfu- og kynningarstarf sendiráðs Evrópusambandsins er því stuðningur við máflutning Samfylkingarinnar og er bannaður samkvæmt téðum lögum, en þau eru hér í heild sinni

Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi

1978 nr. 62 20. maí

 



Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007).

1. gr.
1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
   
1)L. 162/2006, 13. gr.

2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.

3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.

4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.

5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …
1)
Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs.
   
1)L. 10/1983, 74. gr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1779
  • Frá upphafi: 1162231

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1592
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband