Leita í fréttum mbl.is

Önugir hrunkvöðlar vilja ESB-aðild

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru hvað gagnrýnastir á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins 11 prósent sjálfstæðra atvinnurekenda telja að aðild yrði til hagsbóta, en í öðrum starfsstéttum er hlutfallið 39 - 45 prósent. Könnun Eurobarometer sýnir að stjórnendur og háskólamenn eru hlynntari aðild en þeir eldri og reyndar vilja ekki aðild.

Vinstrimenn eru jákvæðari til aðildar en hægrimenn, íbúar í þéttbýli jákvæðari en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Þeir sem eru svartsýnir vilja frekar aðild að Evrópusambandinu en hinir sem eru bjartsýnir.

Dæmigerður íslenskur aðildarsinni er skilgetið afkvæmi hrunsins; millistjórnandi í banka, býr í 101 Reykjavík, kýs Samfylkinguna og er önugur.

Í maí 2010 sögðu 27 prósent Íslendinga hlutina vera á rangri leið á Íslandi, samkvæmt könnun Eurobarometer, í nóvember sama ár var hlutfallið komið upp í 44 prósent. Svartsýni á stöðuna hér heima hækkar hlutfall þeirra sem telja aðild að Evrópusambandinu til hagsbóta, úr 19 prósentum í 28 prósent.

Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og samt sem áður segja 48 prósent þjóðarinnar að aðild yrði ekki til hagsbóta, 14 prósent merkja við ,,veit ekki."

Líklega veit Samfylkingin að eina leiðin til að auka fylgið við aðild er að gera bölmóðinn sem mestan í þjóðfélaginu. Enda keppist flokkurinn við að auka á eymdina og með þeim árangri að heil 84 prósent þjóðarinnar treystir stjórnmálaflokkum ekki.

Samkvæmt könnun Eurobarometer eru stjórnmálaflokkar síðasta sort á Ísland, ekkert fyrirbæri nýtur minna trausts.

(Byggt á þessu bloggi og þessu hérna)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 307
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2388
  • Frá upphafi: 1188524

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 2165
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband