Leita í fréttum mbl.is

Lissabonsáttmálinn og hernaðarvæðing ESB

Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum.

Hernaðaráætlanir Evrópusambandsins voru ásteytingarsteinn milli Írlands og Evrópusambandsins og ein ástæða þess að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum (og voru svo látnir kjósa aftur ,,rétt"). Tom Clonan skrifað skýrslu um heimildir í sáttmálanum til að byggja upp her og sagði m.a. þetta

A yes vote for the Treaty would not create a permanent standing EU army – but would enhance the EU’s ability to mount flexible, tailor made and credible responses to emerging humanitarian and security crises in the future.

Evrópusambandið sjálft viðurkennir að heimildir til að auka hernaðarmátt ESB séu fyrir hendi í Lissabonsáttmálanum.

The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

Bæði Clonan og vefsetur ESB taka fram að ESB-ríkjum er í sjálfsvald sett að taka þátt í hernaðaruppbyggingunni og hafa neitunarvald í málinu. Írum var líka í sjálfsvald sett hvort þeir tækju við ,,björgunarstuðningi" frá Evrópusambandinu vegna bankakreppunnar. Írar vildu ekki stuðninginn en var sagt að hann væri þeim fyrir bestu og urðu að ganga að þeirri ,,ráðgjöf". Brussel ákvað sjálfsvald Íra. Þannig starfar Evrópusambandið. 

Tekið héðan.


mbl.is Spurt almennt um heri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 184
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 2664
  • Frá upphafi: 1164871

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 2286
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband