Leita í fréttum mbl.is

Skrifborðsbóndinn

Búmennska við skrifborð er þægileg innivinna sem Evrópusambandið hefur búið til handa þeim sem finnst skemmtilegra að fylla út eyðublöð og excel-skjöl en að sinna búsmala. Upphaflegur tilgangur landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins var að auka fæðuöryggi álfunnar, draga úr innflutningi og tryggja afkomu bænda. Landbúnaðarstefnan leiddi til offramleiðslu í evrópskum landbúnaði.

Tæpur helmingur af útgjöldum Evrópusambandsins fer til landbúnaðarmála. Til að draga úr offramleiðslu og gera landbúnað skilvirkari, á pappírunum að minnsta kosti, hefur Evrópusambandið gert ýmsar tilraunir til að breyta landbúnaði aðildarríkja sinna, t.d. gert kröfu um stærri bú.

Fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins skrifar grein í Fréttablaðið  og lofar sérstaklega þá stefnu Evrópusambandsins að fækka búum og stækka.

Þetta er meðal annars gert í ljósi þess að með stækkun býlanna hefur rekstur þeirra orðið betri og arðbærari og þar með minni ástæða til að styrkja framleiðsluna.

Afstaða ritstjórans fyrrverandi er rökrétt. Eftir því sem raunverulegum bændum fækkar verður meiri eftirspurn eftir skrifborðsbændum. Þeir munu eiga náðuga daga þangað til almenningur fer að spyrja hvers vegna eigi að halda upp her skrifborðsbænda sem framleiða ekki neitt sem tönn á festir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 81
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 2450
  • Frá upphafi: 1165078

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 2085
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband