Leita í fréttum mbl.is

Bakhjarl aðildarsinna segir pass

Samtök iðnaðarins voru bestu bandamenn Samfylkingarinnar í áróðri fyrir aðild að Evrópusambandinu að frátöldum héraðsskólanum í Norðurárdal. Samtök iðnaðarins greiddu áróðursgemsum Samfylkingar laun, fjármögnuðu samtök aðildarsinna, kostuðu skoðanakannanir og stóðu að fundum og útgáfum sem allt hafði að markmiði að útmála sæluríkið með höfuðbólið Brussel.

Nú er Snorrabúð stekkur. Iðnþing er haldið án lúðrablásturs fyrir aðild og í setningarræðu hvetur nýendurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Íslendinga til að einangrast ekki frá Bandaríkjunum.

Helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins eru ýmist hörð á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða láta sér umræðuna í léttu rúmi liggja. Á sama tíma eyðir samfylkingarvængur ríkisstjórnarinnar milljörðum króna í umsókn sem verður aldrei meira en sendibréf Össurar Skarphéðinssonar utanríkiráðherra til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Er ekki kominn tími til að stjórnarráðið tengi við veruleikann?

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 84
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2441
  • Frá upphafi: 1165358

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 2094
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband