Leita í fréttum mbl.is

Írland úti í kuldanum hjá ESB

Grikkir fengu lækkun á vaxtaprósentunni á lánum frá Evrópusambandinu á leiðtogafundi evru-ríkja í gær en sambærilegum óskum Íra var hafnað. Ástæðan er sú að Írar neituðu að hækka skatta á fyrirtæki en Þjóðverjar og Frakkar krefjast þess að fyrirtækjaskattar verið hækkaðir á Írlandi til samræmis við  það sem tíðkast á meginlandinu. Í frétt EUobserver segir

Greece has won a reduction of 100 basis points - one percent - in the interest rate it pays on its €110 billion loan and an extension of the payment period from the current three and a half years to seven and a half. Ireland was offered a similar reduction, but the country's new prime minister said he could not accept the terms demanded.

Í lok mánaðarins koma leiðtogar allra 27-ríkjanna í Evrópusambandinu saman til fundar og málefni Írlands verða aftur á dagskrá.

Írar telja lága fyrirtækjaskatta hornstein í efnahagsuppbyggingu sinni eftir að bankakerfið þeirra var þjóðnýtt vegna yfirvofandi gjaldþrots.

Burtséð frá skilmálabreytingum á lánum til Grikkja og Íra telja margir hagfræðingar að hvorugt ríkið muni geta staðið í skilum með lánin sem þau hafa tekið síðustu misseri - afskriftir þurfi að koma til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 1165314

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2052
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband