Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði um afdrif ESB-umsóknar

Ályktun alþingis frá 16. júlí 2009 sem heimilaði samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu var ekki opið umboð fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Stofnsáttmálar Evrópusambandsins munu á næstu mánuðum taka breytingum vegna aðgerða til að stemma stigu við efnahagskreppunni. Af hálfu Evrópusambandsins er þess krafist að Ísland samþykki allar þær breytingar fyrirfram sem sambandið gerir á stofnsamþykktum sínum.

Stjórnarskráin takmarkar í 21. grein samningsumboð stjórnvalda við önnur ríki með þessum orðum:

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

 

Í vor lýkur rýnifundum Íslands og Evrópusambandsins sem hafa staðið rúmt ár. Eiginlegar samningaviðræður hefjast að síðsumars eða í haust. 

Í ljósi þess sem er á undan gengið, þ.e. takmarkað umboð stjórnvalda, breytt Evrópusamband og ekki síst ítrekuð andstaða þjóðarinnar og afgerandi ályktanir gegn ESB-aðild á flokksþingum og landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, er aðeins um tvo kosti að velja fyrir ríkisstjórnina.

Í fyrsta lagi að draga umsóknina tilbaka, eins og þingsályktunartillaga þingmanna þriggja flokka mælir fyrir um. Í öðru lagi að efna til þjóðaratkvæðis um framhaldið en Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem kveðjur á um að spurningin

Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?

verði lögð fyrir þjóðina eigi síðar en 1. september í haust.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 99
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 2468
  • Frá upphafi: 1165096

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 2103
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband