Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið tekið úr sambandi 2009

Tvær alþingiskosningar í röð, árin 2003 og 2007, var Samfylkingin með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Í kosningabaráttunni í bæði skiptin dró flokkurinn í land enda fyrirséð að ekki var meirihluti fyrir aðildarumsókn.

Lýðræðið virkaði í kosningunum 2003 og 2007 með því að stórmál, umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var dregið tilbaka þegar ljóst var að þjóðin vildi ekki aðild.

Í þingkosningunum 2009 var Samfylkingin enn með umsókn á dagskrá. Út á eindregna Evrópustefnu fékk flokkurinn 29 prósent atvæðanna. Í stað þess að virða lýðræðislegar leikreglur og leggja aðildarumsókn á hilluna ákvað forysta Samfylkingarinnar að kúga valdaþyrsta Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn. Samfylkingin neitaði að ganga til stjórnarsamstarfs fyrr en Vinstri grænir létu undan sem þeir og gerðu og sviku þar með yfirlýst loforð gagnvart kjósendum.

Vegna yfirgangs Samfylkingarinnar og aumingjaháttar Vinstri grænna vorið 2009 er ríkisstjórn þessara flokka í andarslitrunum tveim árum seinna. 

Stjórnmálaflokkar sem svína á lýðræðinu komast fyrr heldur en seinna að því fullkeyptu.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 257
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1761
  • Frá upphafi: 1160426

Annað

  • Innlit í dag: 226
  • Innlit sl. viku: 1541
  • Gestir í dag: 216
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband