Leita í fréttum mbl.is

Spægipysluleiðin inn í ESB

Aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið er varðað yfirlýsingum um góðan gagnkvæman vilja umsóknarríkis og Evrópusambandsins ljúka ferlinu. Þingmannanefndin frá Evrópusambandinu sem kom hingað á þriðjudag og fer í dag ætlaði að fá íslenska þingnefnd til að skrifa upp á yfirlýsingu um að viðræðurnar gangi vel, aðilar séu sammála um næstu skref og svo framvegis.

Yfirlýsingar af þessu tagi mynda smátt og smátt pólitískan veruleika sem stjórnsýslan fyllir út í með breytingar á íslenskum lögum og reglugerðum til samræmis við regluverk Evrópusambandsins.

Deilan um Icesave dregur fram að á bakvið hannaðan pólitískan veruleika eru grjótharðir hagsmunir Evrópuríkja sem munu bryðja íslenska hagsmuni mélinu smærra ef helför Jóhönnustjórnarinnar með lýðveldið til Brussel verður ekki stöðvuð í tíma.

Ef ekki hefði verið fyrir árvekni Evrópuvaktarinnar hefðu drög að yfirlýsingu fundar íslensku þingmannanna og þeirra frá Brussel verið samþykkt.

Spægipylsuleiðin inn í Evrópusambandið er heldur áfram uns umsóknin verður dregin tilbaka.


mbl.is Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 211
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 2184
  • Frá upphafi: 1182948

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 1908
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband