Leita í fréttum mbl.is

Spánn er næstur í evru-gjaldþrotum

Markaðurinn óttast gjaldþrot Spánar, segir í frétt Telegraph. Eftir sveitarstjórnarkosningar í skugga mótmæla stendur ríkisstjórn sósíalista í Madrid veik eftir og er ekki líkleg til að knýja í gegn nauðsynlegan niðurskurð til koma skikki á ríkisfjármálin. Þingkosningar eru á Spáni að ári og allar líkur á að tiltrúin á spænsk stjórnvöld minnki í aðdraganda þeirra.

Spánn er stærsta hagkerfið sem steytt hefur á evru-skerinu. Ríku evru-löndin í norðri hafa ekki efni á stórum björgunarpakka til Spánar.

Hagfræðingurinn Pau de Grauwe þykir skrifa af hvað mestri yfirsýn um þann vanda sem evruríkin 17 glíma við. Hann segir í skarpri greiningu að án sambandsríkis Evrópu sé evran feig. Á meðan sambandsríkis nýtur ekki við býr myntsambandið við varanleg ójafnvægi. Lokaorð de Grauwe eru ótvíræð

A monetary union can only function if there is a collective mechanism of mutual support and control. Such a collective mechanism exists in a political union. In the absence of a political union, the member countries of the Eurozone are condemned to fill in the necessary pieces of such a collective mechanism. The debt crisis has made it possible to fill in a few of these pieces. What has been achieved, however, is still far from sufficient to guarantee the survival of the Eurozone.  In order for the Eurozone to survive, it will have to be embedded in a much stronger political union than is the case today.

Valdastéttin í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir tveim valkostum. Annað hvort liðast evrusamstarfið í sundur eða að sambandsríki Evrópu verður að veruleika. Það mun taka valdastéttina um 2-5 ár að kannast við þennan veruleika, sé tekið mið af því hvernig vandi Grikkja, Íra og Portúgala er leystur. 

Og hvers vegna í ósköpunum stendur Ísland í biðröð eftir því að taka þátt í evrusamstarfinu?

(Breytt og bætt héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 151
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 2520
  • Frá upphafi: 1165148

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband