Leita í fréttum mbl.is

Rökhugsun Össurar

Utanríkisráðherra lýðveldisins skrifar dagblaðsgrein með fyrirsögninni: Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands. Kennir þar ýmissa grasa. Ráðherra nefnir fyrst áherslu sína á réttindi samkynhneigðra en gerir engin orð um stuðning við tungumálafötlun.

Málefni norðurslóða fá athygli ráðherra sem og þjóðaröryggismál og þróunaraðstoð. Rétt áður en kemur að lokaatriðinu í nýrri utanríkisstefnu Íslands, sem er stuðningur við Palestínumenn, kemur stuttur þáttur um Evrópumál. Þar blasir við eftirfarandi málsgrein 

Sögulegasta nýmælið sem ég hef flutt á 20 ára ferli er þó tillagan sem Alþingi samþykkti um að gjörbreyta utanríkisstefnunni með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja niðurstöður samninganna undir dóm þjóðarinnar. (leturbreyting Heimssýnar)

Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra skilur ekki að í þessari málsgrein afneitar hann fyrri orðum blaðagreinarinnar um breytta utanríkisstefnu lýðveldisins. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði engin íslensk utanríkisstefna. Evrópusambandið myndi sjá um samskipti Íslands við aðrar þjóðir. En þetta skilur Össur ekki, sem sést best á því að hann eyðir ekki einu orði á utanríkisstefnu Evrópusambandsins í málaflokkum sem Össuri eru hugleikin: samkynhneigð, norðurslóðir, þróunaraðstoð, þjóðaröryggi og Palestína.

Fimm ára barn gæti ekki slegið út utanríkisráðherra í brandarakeppni en í rökhugsun yrði Össur að lúta í gras.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 378
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 2735
  • Frá upphafi: 1165652

Annað

  • Innlit í dag: 344
  • Innlit sl. viku: 2370
  • Gestir í dag: 335
  • IP-tölur í dag: 330

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband