Miðvikudagur, 15. júní 2011
Hálfvelgja Vinstri grænna verður dýrkeypt
Hver man ekki eftir því áróðursbragði ESB-sinna hér á landi fyrir fáeinum árum þegar reynt var að telja fólki trú um að Norðmenn væru um það bil að fara að sækja að nýju um aðild að ESB? Þá var hamrað á því að Íslendingar myndu sitja einir eftir í EES ásamt Lichtenstein og gætu ekkert annað gert en að sækja um aðild.
Áhrifamáttur þessa áróðurs hefur þó mjög farið dvínandi seinustu árin, því að allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Noregi frá árinu 2005 sýna afgerandi meirihluta gegn aðild að ESB. Nú berast fréttir um skoðanakannanir þar í landi sem sýna að 66,2% norskra kjósenda segja nei við ESB-aðild en aðeins 25,7% eru fylgjandi aðild og 8% tóku ekki afstöðu. Sérstaka athygli vekur hve eindregið unga fólkið í Noregi er í afstöðu sinni. Meðal þeirra sem yngri eru en 30 ára eru 77% andvígir ESB-aðild en aðeins 15% styðja aðild. Meiri hluti kjósenda allra stjórnmálaflokka í Noregi er á móti aðild.
Þrátt fyrir aðildarumsókn Íslands er staðan hér á Íslandi ekki ósvipuð. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hér styður aðild, Samfylkingin, og skýrt hefur legið fyrir í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarin tvö ár eða frá vori 2009 að mikill meirihluti landsmanna er andvígur ESB-aðild. Hins vegar heppnaðist Samfylkingunni að smygla aðildarumsókn gegnum Alþingi með því að fá allmarga þingmenn Vinstri grænna til að greiða atkvæði með því að umsókn yrði send, þótt hinir sömu þingmenn lýstu því yfir að þeir væru andvígir aðild og áskildu sér rétt til að greiða atkvæði á móti aðildarsamningi. Ljóst var að hefðu allir þingmenn greitt atkvæði í samræmi við samfæringu sína hefði tillagan um aðildarumsókn verið felld. Atkvæði þingmanna VG réðu úrslitum.
Krossferð Össurar til Brussel er dæmd til að mistakast og þar á bæ er öllum kunnugt um að hvorki Íslendingar né Norðmenn hafa hug á að ganga í ESB. Vandinn hér heima er hins vegar sá að íslenskir skattgreiðendur borga brúsann og þar er um milljarða króna að ræða. Jafnframt hefur VG lent illilega milli steins og sleggju í þessu máli. Hætt er við að margir fyrrum kjósendur VG sem andvígir eru aðild treysti ekki flokknum þegar næst verður kosið vegna þess að flokkurinn greiddi götu aðildarumsóknar að ESB. Á hinn bóginn munu þeir sem mikinn áhuga hafa á ESB-aðild styðja Samfylkinguna þar sem stefna VG er að Ísland standi utan við ESB. Fylgið mun því tálgast jafnt og þétt af VG frá báðum hliðum meðan afstaða flokksins í þessu máli er jafn hálfvolg og tvíbent og raun ber vitni.
Æ færri trúa því í alvöru að það þurfi að taka mörg ár að kíkja í pakkann og sjá hvað í boði er eins og afstaða VG var réttlætt með fyrir bráðum tveimur árum. Nú þegar hefur VG orðið fyrir þungum búsifjum út af þessu máli, sbr. nýlegar úrsagnir, og flest bendir til þess að hálfvelgja flokksins í þessu stærsta og örlagaríkasta máli þjóðarinnar eigi eftir að verða flokknum afar dýrkeypt á komandi árum nema forystulið hans taki á sig rögg og segi sig með skýrum hætti frá þessu feigðarflani Samfylkingarinnar í náðarfaðm ESB.
Ragnar Arnalds
(Tekið héðan.)
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 165
- Sl. sólarhring: 278
- Sl. viku: 2534
- Frá upphafi: 1165162
Annað
- Innlit í dag: 139
- Innlit sl. viku: 2162
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.