Leita í fréttum mbl.is

Þjóðhátíð í skugga umsóknar

Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu svertir minningu Jóns Sigurðssonar sem á 200 ára afmæli í dag. Jón helgaði líf sitt sjálfstæði Íslands. Hann lagði grunninn að pólitísku sjálfstæði Íslands sem fékkst í áföngum frá 1874 með stjórnarskrá til 1944 með lýðveldisstofnun. Baráttan fyrir efnahagslegu sjálfstæði var háð samhliða og lauk ekki fyrr en 1975 með útfærslu landhelginnar í 200 mílur.

Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu er umsókn um að Ísland afsali sér fullveldinu gegn 0,8 prósent áhrifum í Evrópusambandinu og þau áhrif munu lækka niður í 0,08 prósent þegar atkvæðavægi í ráðherraráði breytist frá og með 2014.

Umsóknin færir Evrópusambandinu á silfurfati yfirráð yfir fiskveiðilandhelginni. Beri umsóknin þann eitraða ávöxt að Ísland verði aðildarríki mun strandríkið Ísland leggja sína hagsmuni í hendur meginlandsríkjasambands. Samningaviðræður Íslands við önnur ríki á Norður-Atlantshafi væru á forræði Evrópusambandsins.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu á að draga strax tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 211
  • Sl. sólarhring: 395
  • Sl. viku: 2013
  • Frá upphafi: 1185992

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1758
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband