Leita í fréttum mbl.is

Skapandi aðalsamningamaður Íslands

Stefán Haukur Jóhannesson er aðalsamningamaður Íslands í aðlögunarferlinu að Evrópusambandnu sem enginn meirihluti er fyrir og ætti að stöðva strax. Í útvarpsviðtali nýverið sagði Stefán Haukur í endursögn Jóns Baldurs L'Orange

Við setjum fram semingsmarkmið og þeim markmiðum reynum við að ná í þessum viðræðum. Þetta snýst um að finna sérstakar lausnir. Það eru mörg fordæmi fyrir því, ESB hefur fallist á, og verið nokkuð ,,creative" í því að finna sérstakar lausnir fyrir ríki sem eru að ganga til liðs við sambandið, og sem ríki hafa sett á oddinn og ríki hafa einhverja sérstöðu í

Fyrir það fyrsta liggja samningsmarkmið Íslands ekki fyrir, hvorki Stefán Haukur né yfirmaður hans, Össur Skarphéðinsson, segja upphátt hvaða markmið eru sett fram í viðræðum við ESB. Það er verið að makka á bakvið tjöldin hvað þurfi að bjóða Íslendingum til að fá þá um borð sökkvandi Evrulands.

Í öðru lagi virðist Stefán Haukur stunda skapandi stjórnmál sem embættismaður ætti ekki að gefa sig í. Stefán Haukur lét að því liggja að Ísland kæmi út á sléttu ef við yrðum aðilar, við myndum fá tilbaka það sem við greiddum í Evrópusambandið. Rétt er að við munum borga 15 milljarðatil ESB og bjartsýnar áætlanir gera ráð fyrir að við gætum fengið 12 milljarða til baka með styrkjum.

Skapndi er kurteist orð yfir lygi og blekkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 68
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2425
  • Frá upphafi: 1165342

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2079
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband