Leita í fréttum mbl.is

Evruland er eins flokks ríki

Ímyndið ykkur Washington án Repúblíkanaflokksins og þá fáið þið hugmynd um pólitíska landslagið í Brussel, segir í grein í amerísku fréttaveitunni Bloomberg. Greinin tekur útgangspunkt í stöðu Svíþjóðar sem góðu heill ákvað að standa utan evrunnar og prísar sig sæla í ljósi fyrirsjáanlegra hörmunga myntsamstarfsins.

Seinni hluti greinarinnar fjallar um einsflokksræðið í Brussel, þar sem valið hefur staðið um breiðara samstarf fleiri ríkja eða nánari samstarf færri ríkja. Enginn í Brussel hefur haldið fram stjórnmálastefnu sem segir ,,minna samstarf færri ríkja" - það leyfist ekki að efast um samrunaþróunina.

Framkvæmdastjórnin, sem ein má leggja fram lagafrumvörp, er ekki lýðræðislega kosin heldur tilnefnd af sambandssinnum. Án andstæðra fylkinga sem tefla fram ólíkum stjórnmálastefnum verður til einstefnuhugsun sem leiðir til ófarnaðar, eins og að stofna til gjaldmiðlasamstarfs án þess að hafa til þess pólitískar stofnanir sem m.a. færu í sér sameignleg fjárlög aðildarþjóða Evrulands.

Eins flokks ríki lenda fyrr heldur en seinna á öskuhaug sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 342
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 2105
  • Frá upphafi: 1186712

Annað

  • Innlit í dag: 308
  • Innlit sl. viku: 1853
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 279

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband