Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið útrýmir þjóðum

Þjóðir gera með sér sáttmála um ríkisvald. Sameiginleg tunga, menning og félagsgerð er forsenda fyrir sátt um ríkisvald þjóðríkisins. Evrópusambandið vinnur skipulega að afnámi þjóðríkja vegna þess að þau standa í vegi fyrir Stór-Evrópu.

Evrópusambandið útrýmir þjóðum í kafkískum stíl skrifræðis sem hægt en örugglega spinnur sinn vef til að fanga fullveldi þjóða.

Haraldur Hansson bloggar um þróun hugtaksins þjóðar í sáttmálum Evrópusambandsins.

Í Rómarasáttmálanum var talað um þjóðir (peoples), þ.e. að Evrópuþingið skuli samanstanda af fulltrúum þjóða aðildarríkjanna.
Á ensku: "... shall consist of representatives of the peoples of the States."

Með Lissabon bandorminum var þessu breytt. 

Í nýjum texta 14. greinar Maastricht segir að þingmenn á Evrópuþinginu skuli vera fulltrúar borgara Sambandsins
Áensku: "... shall be composed of representatives of the Union's citizens."

Ekki aðeins hafa "þjóðir" vikið fyrir "borgurum". Nú er ekki lengur talað um aðildarríkin í fleirtölu, heldur Sambandið í eintölu og með stórum staf. Svona breytingar verða ekki af tilviljun.

Það rímar fullkomlega við stefnuna um aukinn pólitíska samruna (ever closer union) að Brussel skilgreini almenning sem "þegna Evrópuríkisins".

Þetta er eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem embættismenn földu vandlega og pössuðu að enginn fengi að kjósa um, enda þykir þeim óþarfi að flækja hlutina með einhverju lýðræðisveseni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1766
  • Frá upphafi: 1186373

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1547
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband