Leita í fréttum mbl.is

Hvöss ESB-gagnrýni Ögmundar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spyr áleitinna spurninga um stöðu lýðræðisins andspænis æ miðstýrðara Evrópusambandi. Ræða hans á afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara í dag er í fullu samræmi við vaxandi efasemdum um að valdamiðstöðin í Brussel sé heppileg til að véla um málefni er betur eiga heima á lýðræðislegum vettvangi þjóðríkja.

Vinstrimenn eins og Ögmundur setja fyrirvara við valdasamþjöppun í Brussel og það gera líka hægrimenn í ríkisstjórn Bretlands. Þar á bæ eru umræður um að hjálpa til við að leysa úr evru-vanda meginlandsþjóðanna gegn því að fá tilbaka valdheimildir frá Evrópusambandinu.

Evrópusambandið fær á sig ágjöf frá hægri og vinstri og jafnt og þétt fjarar undan trúverðugleika sambandsins sem Samfylkinginn vill einn hérlendra stjórnmálaflokka að Ísland verði aðili að. 


mbl.is Lýðræðið dregið í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 262
  • Sl. sólarhring: 378
  • Sl. viku: 2742
  • Frá upphafi: 1164949

Annað

  • Innlit í dag: 227
  • Innlit sl. viku: 2356
  • Gestir í dag: 210
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband