Leita í fréttum mbl.is

Skammastu þín, Össur Skarphéðinsson

Fyrir einu ári sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að tvö mál myndu skera úr um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, sjávarútvegsmál og landbúnaður. Í viðtali við Morgunblaðið í aðdraganda ríkjaraðstefnu fyrir ári sagði Össur

Ég nefni sem dæmi sjávarútveg þar sem við höfum algera sérstöðu. Hún birtist í því að okkar efnahagslögsaga er gríðarlega víðfeðm, 760.000 ferkílómetrar, og hún er einstök miðað við ríki ESB að því leyti að hún skarast ekki á við efnahagslögsögu nokkurs annars ríkis.

Sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins var ekki skrifuð fyrir slíkar aðstæður, rétt eins og að hin sameinaða landbúnaðarstefna sambandsins var ekki skrifuð fyrir hinar finnsku aðstæður eins og sambandið viðurkenndi í verki með sérlausnum fyrir Finnland.

Þannig að ég gef mér að í samningunum sé ekkert útilokað fyrirfram. Síðan verður veruleikinn að leiða í ljós hvað er hægt að komast langt við samningaborðið.

Veruleikinn bankaði á dyr utanríkisráðherra og sagði að ekki kæmi til greina að breyta Lissabonsáttmála Evrópusambandsins um að sjávarútvegur aðildarríkja lýtur forræði ESB. Í stað þess að Össur dragi tilbaka umsóknina, eins og vilji þjóðarinnar stendur til, leggst hann flatur fyrir Brusselvaldinu.

Skammastu þín, Össur Skarphéðinsson.


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 101
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 2581
  • Frá upphafi: 1164788

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 2212
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband