Leita í fréttum mbl.is

Össur á flótta undan sjálfum sér

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við erlenda fréttastofu að Ísland þyrfti ekki á sérstakri undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að halda. Jafnvel áköfustu aðildarsinnar í Samfylkingunni hafa iðulega haft á orði að aðild kæmi ekki til greina nema fullnægjandi lausn fengist á sjávarútvegsmálum.

Í Lissabonsáttmálanum segir að skýrt og skorinort að Evrópusambandið fari með fullar valdheimildir í sjávarútvegi. Fullnægjandi lausn á sjávarútvegsmálum er að Lissabonsáttmálanum yrði breytt við inngöngu Íslands og Íslendingum yrði gefin ævarandi yfirráð yfir landhelginni.

Össur gafst upp á að berjast fyrir hagsmunum Íslands og gaf um það yfirlýsingu í erlendum fjölmiðli. Rökrétt niðurstaða er að Ísland dragi umsóknina tilbaka þegar fyrir liggur að Lissabonsáttmálanum verður ekki breytt.

En Össur neitar að horfast í augu við veruleikann og leggur á flótta með stuðningi Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstri grænna, eins og Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 170
  • Sl. sólarhring: 494
  • Sl. viku: 2650
  • Frá upphafi: 1164857

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 2274
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband