Leita í fréttum mbl.is

ESB klofnar vegna evrunnar

Björgunarpakkinn sem leiðtogar Frakklands og Þýskalands komu sér saman um handa Grikklandi gæti bjargað evru-samstarfi 17 ríkja en aðeins á kostnað samstarfsins við þau tíu ríki Evrópusambandsins sem standa utan Evrulands.

Eftir sigurvímu  í Brussel vegna árangurs Merkel og Sarkozy var reynt  að ,,kæla" sannfæringu margra að vandamál evru-svæðisins væru úr sögunni.

Aðalstjórnmálaskýrandi Telegraph, Peter Oborne, segir samkomulagið stórt skref í átt að samruna efnahagskerfa evru-svæðisins undir þýsku forræði. 

Bretland mun ekki ganga á vit Evrulands og söguleg rök fyrirbjóða pólskum stjórnmálamönnum að leggja lífsmöguleika pólska ríkisins undir þýska hagsmuni.

Ef tekst að bjarga evrunni mun það valda klofningi í Evrópusambandinu. Annars vegar þýsk-franska Evrulandið og hins vegar jaðarríki í vestri, norðri og austri s.s. Bretland, Svíþjóð og Pólland.

Jaðarríkin munu annað tveggja búa við einhvers konar samning um Evrópska efnahagssvæðið eða tvíhliða samninga við Brussel.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu líkist æ meir nátttrölli á björtum degi.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1750
  • Frá upphafi: 1176923

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1588
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband