Leita í fréttum mbl.is

Kjánatvenna aðildarsinna

Tvenn kjánarök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru algeng í umræðunni. Sameiginlegt kjánarökunum er séríslenskan þeirra og að tilvísun til Evrópusambandsins er nánast engin.

Fyrstu kjánarökin eru þau að íslenska krónan sé ónýt og þess vegna eigum við að ganga í Evrópusambandið. Í rökfærslu brýtur staðhæfingin grunnregluna non sequitur þar sem af forsendunni, að krónan sé ónýt, flýtur ekki niðurstaðan, að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Ísland gæti tekið upp dollar, svissneskan franka, norska krónu eða japanskt jen ef það yrði að varpa krónunni fyrir róða.

Önnur kjánarökin eru að það sé lýðræðislegur réttu þjóðarinnar að fá að greiða atkvæði um aðildarsmning. Þjóðin fékk ekki rétt til að greiða atkvæði um hvort sækja skyldi um aðild. Það má heldur ekki greiða atkvæði um hvort við ættum að halda áfram umsóknarferlinu. En það er höfuðatriði að fá að greiða atkvæði um aðildarsamning, segja aðildarsinnar.

Þessi röksemdafærsla kveður á um að það sé ekki hægt að taka afstöðu til Evrópusambandsins nema á grundvelli aðildarsamnings. Aðildarsinnum einum leyfist að taka afstöðu og berjast fyrir aðild en við hin eigum að bíða eftir samningi.

 Nýjustu útgáfuna af kjánatvennu aðildarsinna má lesa hjá Evrópusamtökunum. Auðvitað.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband