Leita í fréttum mbl.is

Evran í gjörgæslu og aðildarsinnar í felum

Samstarf 17 ríkja um evruna er í uppnámi. Annað tveggja gerist, að samstarfið liðast í sundur eða Stór-Evrópa ríkjanna 17 verði stofnuð með sameiginlegum fjárlögum og einu ríkisvaldi. Engin leið er að spá fyrir um atburðarásina en líklegt er að hún verði langvinn. Hvort heldur sem er á Ísland enga samleið með þróun evru-ríkjanna 17.

Aðildarsinnar á Íslandi, einkum þeir sem tengjast ríkisstjórninni, skulda þjóðinni útskýringu á því hvers vegna við ættum að halda umsókn um aðild til streitu þrátt fyrir margvíslega forsendubresti frá 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti umsóknina.

Fyrir utan gerbreyttar forsendur Evrópusambandsins sjálfs, sem augljóslega hefur klofnað í 17 evru-ríki og tíu ríki sem standa utan evrunnar, eru forsendubrestir gagnvart Íslendingum tilraunir ESB að kúga okkur í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga og yfirgangur gagnvart hagsmunum Íslands í makríl-deilunni.

Af hálfu aðildarsinna er engin umræða um Evrópumál nú þegar virkilega er þörf á umræðunni. Voru það ekki aðildarsinnar, einkum úr röðum samfylkingarmanna, sem árum saman klifuðu á nauðsyn Evrópuumræðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 429
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 2012
  • Frá upphafi: 1162181

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 1802
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 350

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband