Leita í fréttum mbl.is

Húrra, aðildarsinni tjáir sig

Aðildarsinnar á Íslandi stritast við að þegja nú um stundir enda heldur óbjörgulegt ástandið í Evrulandi. Þó stakk einn aðildarsinninn niður penna í Morgunblaðinu í dag til að andmæla greinum Tómasar Inga Olrich sem hefur undanfarið fjallað um ástæður þess að Íslandi ætti ekki að ganga í sambandið.

Pétur J. Eiríksson heitir aðildarsinninn í Mogganum í dag og er á blaðsíðu 18. Meginatriði Péturs er að krónan sé ónýt, landbúnaðarkerfið okkar lélegt, matarverð hátt, lítið frjálsræði sé á Íslandi og að skrifræði sé minna í Brussel en Reykjavík.

Krónurökin fyrir inngöngu í Evrópusambandið voru alltaf hæpin og endanlega ómarktæk núna þegar evran glímir við tilvistarvanda. Eins og aðrir aðildarsinnar fellur Pétur á dollaraprófinu; ef krónan er sannanlega ónýt er til muna einfaldara fyrir okkur að taka upp dollar sem lögeyri.

Landbúnaðarkerfið okkar er sniðið að okkar þörfum og skilar því sem ætlast er til af því; góðum afurðum á sanngjörnu veðri.

Um frjálsræði í Evrópusambandinu er ekki mikið að segja, það er huglæg upplifun Péturs. Og að skrifræði sé meira í Reykjavík en Brussel eru tíðindi sem Pétur þarf að rökstyðja en ekki slá fram sem fullyrðingu.

Perlan í texta Péturs er þessi:

Þeir sem segja að vilji til að auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miðstýringu sambandsins eru annaðhvort illa lesnir eða vilja ekki vita betur.

Pétur er ekkert að hafa fyrir því að útskýra  hverjir eiga að fara með agavaldið til að koma skikki á Evruland. Hér er sami fullyrðingastíllinn á ferðinni. Pétur stendur einn gegn nærfellt öllum sem skrifa um stöðu evrunnar að aukin miðstýring á fjármálakerfum evru-ríkja sé forsenda fyrir því að gjaldmiðillinn haldi velli.

Við þökkum Pétri framlagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1834
  • Frá upphafi: 1186441

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1610
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband