Leita í fréttum mbl.is

Evru-bankar bíða eftir Stór-Evrópu

Evrópskir bankar eru í frjálsu falli á hlutabréfamörkuðum vegna þess að nokkur ríki evru-svæðisins eru nær gjaldþrota. Markaðurinn bíður eftir því að Sarkozy og Merkel taki af skarið um það hvort nýtt pólitískt af, Stór-Evrópa, verði mynduð til að verja evruna.

Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 1985-1994 og skóp grundvöllinn fyrir evru-samstarfið. Delors segir að 17 ríki Evrulands verði að setja allt að 60 prósent þjóðarframleiðslunnar undir sameiginlega stjórn er hann í raun að segja tvennt.

Í fyrsta lagi að stofna þurfi Stór-Evrópu utanum evruna til að hún haldi velli.

Í öðru lagi að þau 10 ríki Evrópusambandsins sem ekki eru með evru verði að velja um þýsk-franska Stór-Evrópu eða standa utan við Evrópusambandið, kannski í Evrópska efnahagssvæðinu með Íslandi og Noregi.

Stór-Evrópa stútar Evrópusambandi 27 ríkja og þvingar þjóðríki sem standa utan evru-samstarfsins að velja á milli þess að halda fullveldinu eða ganga í Stór-Evrópu. Svo einfalt er það.

(Byggt á þessu bloggi.)


mbl.is Evrópa tekur enn eina dýfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 237
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1165234

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband