Leita í fréttum mbl.is

Aðildarsinnar rugla saman margföldun og deilingu

Íslenskir aðildarsinnar stofna reglulega til nýrra félagasamtaka í þeirri von að fjölgun samtaka dylji fækkun félaga. Hans Haraldsson ræðir á bloggi sínu hverng þessar kenjar aðildarsinna smita út frá sér í stjórnmálin.

,,Margir hafa veitt eftirtekt þeirri hneigð ESB-sinna að stofna fleiri félög eftir því sem þeim fækkar.

Sömu tilhneigingar verður nú vart með stjórnmálaflokka. Guðmundur Steingrímsson ætlar að stofna "frjálslyndan miðjuflokk" en frjálslynd miðjustefna að hætti Guðmundar einkennist af ESB áhuga og...tja...náttúruvernd og svoleiðis. Í Keflavík er svo tenór nokkur að áforma stofnun frjálslynds demókrataflokks (eða var það norræns borgaraflokks?) sem hefur áhuga á ESB en síður á náttúruvernd.

Það segir nokkuð um stöðu ESB-sinna að þeir skuli reyna að sjá vonarglætu í þessari viðleitni Guðmundar og tenórsins (sbr. t.d hamaganginn í Samfylkingareyjunni og RÚV). Það er eins og þeir hafi ruglað saman deilingu og margföldun. 35% deilt á þrjá flokka gerir eftir sem áður 35% saman lagt.

Í rauninni er ekki einu sinni um það að ræða að 35% fylgi fáist út á ESB. Hvað sem líður fyrirferðinni í fjölmiðlum þá mældist áhugi á ESB málum lítill í áhugakönnunum Fréttablaðsins fyrir síðustu kosningar og í undirskriftasöfnuninni sem bar heitið Sammála söfnuðust ekki nema um 15.000 undirskriftir þrátt fyrir umfangsmestu auglýsingaherferð sem fylgt hefur undirskriftasöfnun á Íslandi.

Það er kannski helst von ESB-sinna að kjörþokki Guðmundar og tenórsins sé slíkur að hann dugi til að vega upp á móti málaefnalegri einangrun Samfylkingarinnar meðal rótgrónu flokkanna og nær óhjákvæmilegu fylgistapi í næstu kosningu."

 


mbl.is Ekki líklegt til að veikja Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 1182997

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband