Leita í fréttum mbl.is

Neyðarkall frá Evrópusambandinu

Evrópusambandið er glatað, spurningin er aðeins hversu glatað. Neyðarkall forseta framkvæmdastjórnarinnar til umheimsins um að bjarga evru-samstarfi 17 af 27 ríkjum ESB sýnir í hnotskurn þá tvo kosti sem sambandið stendur frammi fyrir.

Í fyrsta lagi að Þjóðverjar bjargi evru-samstarfinu með því að samþykkja sameiginlega ábyrgð hinna 17 evruríkja á skuldum hvers annars. Gangi þessi kostur eftir felur það í sér stóraukna miðstýringu á ríkisfjármálum þeirra 17 ríkja sem mynda evrusvæðið. Þau tíu ríki Evrópusambandsins, s.s. Pólland, Bretland og Svíþjóð, sem standa utan evrunnar munu ekki eiga hlut að samrunaþróuninni. Evrópusambandið myndi einfaldlega klofna.

Í öðru lagi er að evru-samstarfinu verði skipt upp. Það getur gerst með tvennum hætti; að óreiðuríki eins og Grikkland verði þvinguð út úr samstarfinu eða að Þjóðverjar og önnur fjárhagslega öguð ríki eins og Austurríki, Finnland og Holland gangi út stofni til nýs myntsamstarfs og skilji Suður-Evrópu eftir með evruna.

Hvort heldur sem er þá er Evrópusambandið klofið bandalag.


mbl.is Orrustan um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 231
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 2204
  • Frá upphafi: 1182968

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 1927
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband