Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðið og ESB-umsóknin

Í stefnuræðu sinni á mánudagskvöld sagði Jóhanna Sigurðardóttir að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu nyti stuðnings þjóðarinnar. Svo er ekki, - 64,5 prósent þjóðarinnar er andvígur aðild samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Lýðræðislegt umboð utanríkisráðherra fyrir umsókninni var veikt frá upphafi. Aðeins einn flokkur hafði aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni við síðustu kosningar, Samfylkingin, og fékk rúm 29 prósent atkvæða. Þegar þingsályktun um að sækja um var borin undir alþingi samþykktu 33 þingmenn en 28 voru andvígir og tveir sátu hjá.

Tillaga Vigdísar Hauksdóttur og fleiri þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðu- og aðlögunarferlis Íslands að Evrópusambandinu hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og aðra aðildarsinna.

Þjóðin fær tækifæri til að segja af eða á um umsóknina. Verði já-ið ofaná er komið lýðræðislegt umboð fyrir umsókn ellegar verður umsóknin afturkölluð.

Þjóðaratkvæði um framhald umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu er sanngjörn málamiðlun milli stríðandi fylkinga.

 


mbl.is Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 232
  • Sl. sólarhring: 365
  • Sl. viku: 2589
  • Frá upphafi: 1182639

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 2263
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband