Leita í fréttum mbl.is

Bretar íhuga stöðu sína í Evrópusambandinu

Breytingar á atkvæðavægi í ráðherraráði Evrópusambandsins, sem er æðsta valdastofnunin í Brussel, og fyrirsjáanlegur samruni ríkisfjármála evru-ríkja eru þyrnar í augum Breta. Hvorki finnst Bretum fýsilegt að verða ofurliðni bornir með atkvæðum evru-ríkja né vilja þeir framselja meira af fullveldi sínu til Brussel.

Bretland kaus að standa utan evru-samstarfsins og engar líkur eru að þeir gangi til liðs við evru-löndin 17 þegar fyrir liggur að það er uppskrift að efnahagsböli. Bretar vilja gjarnan eiga frjáls viðskipti við meginlandið en eru með fyrirvara á samrunaþróuninni.

Umrótið í Evrópusambandinu gæti leitt til þeirra varnarviðbragða Frakklands og Þýskalands að þau freisti þess að verja ávinninga samstarfs meginlandsþjóðanna með því að dýpka samstarfið.

Tveggja hraða Evrópusamband þar sem 17 evru-lönd mynda kjarna en hin tíu í samstarfi við kjarnann með ígildi EES-samnings er raunhæfur möguleiki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 363
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 2126
  • Frá upphafi: 1186733

Annað

  • Innlit í dag: 329
  • Innlit sl. viku: 1874
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 297

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband