Sunnudagur, 20. nóvember 2011
ESB fær íslenska lýtaaðgerð
Já Ísland, vettvangur evrópusinna, birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu 19. nóvember. Fyrirsögnin er Vissir þú? og svo eru settar fram ýmsar upplýsingar sem eiga að sannfæra lesandann um ágæti þess að ganga í ESB. En er hægt að treysta þessum upplýsingum? Skoðum það.
Að 2,5% Íslendinga skrifuðu undir áskorun um að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun september.
>Nú hafa hátt í 9.000 skrifað undir áskorun www.skynsemi.is Sá fjöldi myndi duga til að fylla Austurvöll og daglega bætast fleiri í hópinn þótt lítið sé auglýst. Aðildarsinnar láta hér í veðri vaka að 97.5% þjóðarinnar hafi ekki hug á því að skrifa undir áskorunina.
Að 53% landsmanna vilja klára viðræðurnar við ESB og fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
>Réttara væri 53% af þeim sem tóku afstöðu, annars er gefið í skyn að engir hafi verið óákveðnir og grunsamlegt að gefa ekki upp hlutfall þeirra.
Í könnun MMR fyrir Andríki 14. nóvember var spurt um afstöðu til viðræðna án þess að spyrða þjóðaratkvæðagreiðslu við annan valkostinn. Niðurstaðan var mjög afgerandi. Minnihluti, eða 35,3%, vill halda umsókninni til streitu en 50,5% vilja draga umsóknina til baka, 14,4% taka ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 59% draga umsóknina til baka en 41% vildu það ekki.
Að 84% íslenskra ungmenna langar að vinna í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, sem er hæsta hlutfall allra ungmenna í Evrópu.
>Um þetta er ekkert nema gott að segja, enda veitir EES aðild nú þegar íslenskum ungmennum færi á því að leita sér að vinnu í aðildarlöndum. Það gæti þó verið erfitt í reynd því atvinnuleysi er afar mikið meðal ungmenna í ESB og er 47% á Spáni, þar sem það er hæst.
Að fólk í Evrópusambandinu hefur fæst heyrt um verðtryggingu, enda er hún afar sjaldgæf í aðildarríkjum ESB.
>Alveg rétt. En innganga í ESB er samt hvorki nauðsynleg né nægileg til að losna við verðtryggingu. Upptaka evru mun ekki vera í boði fyrr en hér er kominn verðstöðugleiki og skuldir hafa lækkað. Mörg ár geta liðið frá inngöngu og þar til evra er tekin upp. Fram að því verður verðtrygging og lengur, nema við ákveðum annað á Alþingi.
Að á sama tíma og íbúi í ESB borgar eitt og hálft hús þegar hann kaupir hús, borgum við tvö og hálft hús.
>Þarna er vitnað í Vísbendingu 2010 sem vitnar í könnun Neytendasamtakanna frá 2005 sem ályktaði að hér væru raunvextir af húsnæðislánum 2,5-5% hærri en í 10 evrópulöndum.
Á hveitbrauðsdögum evrunnar voru vextir vissulega jafn lágir í öllum evruríkjum óháð því hversu skuldug þau voru. En það gjörbreyttist með skuldakreppuni 2008. Ísland og íslensk heimili munu ekki fá lága vexti fyrr en eftir að við höfum greitt niður megnið af skuldunum.
Að við inngöngu í Evrópusambandið myndu tollar á vörum og landbúnaðarafurðum frá ríkjum ESB falla niður. Því má, samkvæmt nýrri skýrslu, gera ráð fyrir að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um 40 50% og að verð á mjólkurafurðum lækki um 25%
>Meðhöfundur umræddar skýrslu hefur nú sent grein í Fréttablaðið til að leiðrétta ofangreiddar afbakanir á niðurstöðunum og segir: Sannleikurinn er sá að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. og Niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónu en við búum við í dag.
Að krónan hefur misst 99.5% af verðgildi sínu gagnvart danskri krónu frá því að hún var tekin í notkun.
>Gjaldmiðlar sveiflast verulega yfir löng tímabil. Vissir þú að USD hefur frá 1970 tapað 85% af verðgildi sínu gagnvart japönsku yeni? Það sem skiptir mestu er að hér á Íslandi hefur hagkerfið vaxið gríðarlega frá því að þjóðin fékk sjálfstæði. Þjóðin var ein sú fátækasta í Evrópu en telst nú meðal ríkustu þjóða heims. Trúir því nokkur að við værum 200 sinnum ríkari ef við hefðum haft hér danska krónu? (99.5%/0.5%=200) Framundan er ekki sami vöxtur og var frá 1944 og því er ólíklegt að óstöðugleiki krónu verði eins mikill í framtíðinni.
Að meirihluti atvinnulífsins telur annan gjaldmiðil en krónuna þjóna Íslandi betur.
Annar gjaldmiðill 61%
Íslenska krónan 24%
Hvort sem er 15%
>Vitnað er í skýrslu Viðskiptaráðs sem kom út í febrúar 2011. Könnunin hefur líklega verið gerð nokkru áður og er því nær ársgömul. Í ljósi þeirra óskapa sem hafa dunið á evrusvæðinu undanfarna mánuði, kæmi ekki á óvart ef áhugi atvinnulífsins á evruaðild sé töluvert minni. Einnig spyrja hvort Annar gjaldmiðill á við um evru? Vildu þessir menn kannski fremur USD, NOK, CAD?
Kaupmáttur frá 2008
Ísland - 8,1%
Finnland 4,5%
Svíþjóð 2,3%
Danmörk 1%
Hér er tímabilið valið af kostgæfni; Ísland nýbúið að lenda í bankahruni. Reyndar furðulegt að lífskjörin hafi ekki versnað enn meir en þetta. Hvers vegna ekki bera Ísland saman við lönd sem lendu í sæmilegu hruni eins og Írland eða Grikkland? Þetta er villandi samanburður ætlaður til að veikja trú á krónunni.
Inn- og útflutningur vöru og þjónustu 2010 eftir löndum
ESB ríkin Innfl.: 56,2% Útfl.: 70,5%
Þar af evru ríkin Innfl.: 27,2% Útfl.: 49,8%
>Af þessu gæti grandalaus ályktað að útflutningur Íslands sé nánast 50% í evrum. Það er ekki svo, því helmingurinn af útflutingi okkar til evru ríkja er ál sem er verðlagt í USD. Útflutningur er því 37% í USD, en aðeins 27% í EUR. 14% er í GBP og afgangur í öðrum myntum.
-
Svo virðist sem Já Ísland hafi með þessari auglýsingu seilst full langt til að fegra málstaðinn. Slíkrar fegrunar ætti einmitt ekki að vera þörf ef aðild að ESB væri jafn frábær og aðildarsinnar vilja trúa
(Tekið héðan).
Nýjustu færslur
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
- Ekki af baki dottnir
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 25
- Sl. sólarhring: 484
- Sl. viku: 2276
- Frá upphafi: 1180075
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2061
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.