Leita í fréttum mbl.is

Skýr andstaða Sjálfstæðisflokksins við ESB-aðild

Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta umsóknarferlinu gagnvart Evrópusambandinu og ekki leggja af stað á ný í þann leiðangur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er málsgreinin um Evrópumál í ályktun landsfundarins

Sjálfstæðisflokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusa bandið (ESB) og styður því ekki aðildarviðræður ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu við ESB er best viðhaldið og það eflt á grundvelli EES-samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn varaði við því að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu og án þess að skýr samningsmarkmið lægju fyrir. Ekkert tillit var tekið til þeirra aðvarana og eru aðildarviðræðurnar nú í ógöngum á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins. Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með þessari samþykkt er enn á ný staðfest einangrun Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Allir flokkar nema Samfylkingin eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.


mbl.is Harðlínuöfl ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 480
  • Sl. viku: 2447
  • Frá upphafi: 1176138

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2218
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband