Leita í fréttum mbl.is

Evrunni skipt út fyrir krónur

Vantrú á evrunni vex og fjölmiðlar segja frá því að almenningur í evurlöndum er kaupi norskar krónur fyrir evrur, til að tryggja fyrir skaða vegna hruns gjaldmiðilsins. Engin lausn er í sjónmáli á skuldakreppu evrulands. Leiðtogafundur Merkel kanslara Þýskalands og Sarkozy Frakklandsforseta í gær skilaði ekki þeim árangri sem að var stefnt.

Í lok vikunnar hittast leiðtogar Evrópusambandsins og ræða tillögur Merkel og Sarkozy um ríkisfjármálabandalag. 

Aðeins 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins mynd evruland, gjaldmiðlasamstarfið um evruna. Til að bjarga evru-samstarfinu úr skuldakreppunni þarf að hafa hraðar hendur og breyta stofnsáttmála ESB.

Merkel kanslari Þýskalands og Sarkozy Frakklandsforseti hótuðu þjóðunum tíu, sem standa utan evrulands, að standi þau gegn breytingum á stofnsáttmála ESB munu evrulöndin kljúfa sig frá sambandinu.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum vilja þessi ráðandi öfl keyra sáttmálabreytingu í gegn fyrir mars á næsta ári. Það telst hraðferð í stjórnkerfi ESB.

Sáttmálabreyting á að auðvelda inngrip í ríkisfjármál evruríkja og tyfta þau ríki sem  ekki halda sér innan fjárlagaramma. 

Með því að stilla ríkjum eins og Bretlandi, Póllandi og Svíþjóð upp við vegg og hóta klofningi nema gegnið sé að kröfum um fullveldisframsal eru Þjóðverjar og Frakkar að taka verulegu áhættu. Örþrifaráðin eru til marks um hve nálægt hruni evruland stendur. 

(Byggt á þessari færslu.)

 


mbl.is Allt evrusvæðið á athugunarlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 22
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 1762
  • Frá upphafi: 1177401

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1556
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband