Leita í fréttum mbl.is

Bretar hóta að beita evru-ríki neitunarvaldi

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hótar að beita neitunarvaldi gegn breytingum á sáttmálum Evrópusambandsins ef ekki verði tryggt að stóru ríkin, Þýskaland og Frakkland, láti vera að knýja fram íþyngjandi reglur fyrir fjármálastarfsemina í London.

Þjóðverjar og Frakkar eru gagnrýnir á þátt fjármálakerfisins í tilurð skuldakreppunnar og vilja koma á sérstökum fjármálaskatti. Bretar telja slíkan skatt beina atlögu að sér þar sem London er fjármálamiðstöð Evrópusambandisns.

Hótanir og gagnhótanir eru að verð daglegt brauð skuldakreppunni sem umlykur evruland.

Hótun Standard & Poor um að lækka lánshæfismat evrulands rétt fyrir neyðarfund leiðtoga Evrópusambandsins er stríðsyfirlýsing  bandaríska fjármálakerfisins gegn Evrópusambandinu. Bandaríkin vilja að ESB leysi skuldavanda sinn með engilsaxnesku leiðinni, - að prenta peninga.

Á þessa leið greinir helst dagblað Þýskalands, Frankfurter Allgemeine, hótun bandaríska matsfyrirtækisns.

Evrópski Seðlabankinn er ekki lánveitandi til þrautavara og ekki er heimilt samkvæmt gildandi sáttmálum ESB að leysa kaupa evru-ríki undan gjaldþroti.

Bresk-bandarískur þrýstingur á Þýskaland og Frakkland gæti leitt til þess að evru-ríkin 17 kljúfi sig úr Evrópusambandinu og stofni til kjarnasamstarfs. Tveggja þrepa Evrópusamband yrði niðurstaðan.

(Byggt á þessu bloggi.)


mbl.is Einungis sáttmáli fyrir evrusvæðið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 22
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 1762
  • Frá upphafi: 1177401

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1556
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband