Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk hrossakaup og efnisleg niðurstaða

Þrír stjórnmálaflokkar af fjórum starfandi eru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk til kosninga með þessa stefnu en sveik hana strax eftir kosningar í pólitískum hrossakaupum við Samfylkinguna.

Þjóðir sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gera það aðeins að undangenginni ítarlegri umræðu og samstöðu um að framtíðarhagsmunir viðkomandi þjóðar liggi í sambandinu. Breið samfélagsleg samstaða þarf að vera um að æskja inngöngu. Á Íslandi er engu slíku til að dreifa.

Þegar formaður Vinstri grænna segir að aðildarviðræður muni leiða til ,,efnislegrar niðurstöðu" er hann að hafa endaskipti á hlutunum. Aðildarviðræður fela í sér aðlögun að Evrópusambandinu og tilboð um aðild er eina mögulega ,,efnislega niðurstaðan."

Stjórnmálaflokkar eiga að komast að ,,efnislegri niðurstöðu" um hvar hagsmunir Íslands liggja áður en sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem vill aðild. Aðrir stjórnmálaflokkar, þar með talin Vinstrihreyfingin grænt framboð, hafa komist að þeirri ,,efnislegu niðurstöðu," að okkur sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Formaður Vinstri grænna þarf að framfylgja yfirlýstri stefnu flokksins en ekki þyrla upp moldviðri til að fela svikin frá 16. júlí 2009.


mbl.is Ekki sjálfgefið að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 2420
  • Frá upphafi: 1176478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2203
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband