Leita í fréttum mbl.is

RÚV-ESB almannatengill Össurar

Fréttastofa RÚV færir landsmönnum þær fréttir að "beinn kostnaður" af aðlögunarviðræðum við ESB nemi ekki nema rúmum 100 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Þrjú atriði í fréttinni vekja upp spurningar.

Í fyrsta lagi eru um 65% bókfærðs "beins kostnaðar" ferðakostnaður. Það eitt segir að "beinn kostnaður" er skilgreindur eins þröngt hægt er nema þá að menn séu að fljúga óundirbúnir á fundi erlendis og aðhafist svo ekkert þegar þeir koma heim af fundunum.

Í öðru lagi er bókfærður "beinn kostnaður" sex ráðuneyta vegna aðlögunarviðræðna engin (nema væntanlega ferðakostnaður sem er bókfærður hjá utanríkisráðuneyti)  og eru þar á meðal efnahags- og viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Er þarna um að ræða fagráðuneyti sem fara með málaflokka sem eru fyrirferðamiklir í starfsemi ESB. Þetta einfaldlega stemmir ekki.

Þriðja atriðið er mikilvægast en það kemur fram í lokaefnisgrein fréttarinnar á vef RÚV og er sleppt alveg í sjónvarpsfréttinni. Kostnaðurinn sem sagt er frá er einungis kostnaður ráðuneytanna af aðlögunarviðræðum. Fyrirspurn RÚV sem lögð er til grundvallar fréttinni nær hvorki til "beins kostnaðar" né vinnu þeirra stofnanna sem heyra undir ráðuneytin!

Er vart hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að ef meiriháttar breytingar eru gerðar á starfsemi stofnunar eða þá jafnvel að heilli stofnun væri komið upp vegna aðlögunarferlisins, svo sem greiðslustofnun landbúnaðarins, þá væri kostnaðurinn ekki "beinn kostnaður" af aðildarferlinu!

Tekið héðan.

http://polites.blog.is/blog/polites/entry/1215588/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 180
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 2549
  • Frá upphafi: 1165177

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband