Leita í fréttum mbl.is

Utanríkismál flokksvædd í þágu Samfylkingar

Þjóðarhagsmunir víkja fyrir flokkshagsmunum Samfylkingar í utanríkismálum Íslands. Samfylkingin er eini flokkurinn á alþingi sem er með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Með gíslatöku Samfylkingar á Vinstri grænum samþykkti alþingi naumlega að senda umsókn til Brussel sumarið 2009.

Umsóknin um aðild Íslands kemst hvorki lönd né strönd vegna þess að enginn áhuginn er í þjóðfélaginu að framselja fullveldið til Brussel. Fáeinar klíkur í stjórnkerfinu, sem byggja afkomu sína á dagpeningum, sýna inngöngu áhuga í eiginhagsmunaskyni.

Áróðurinn fyrir aðild er aumingjalegur. ,,Klárum ferlið," er til merkis um uppgjöf þar sem ESB-sinnar eru löngu hættir að halda fram rökum fyrir inngöngu, - að klára samninginn er sjálfstætt markmið. Og eftir því sem Evrópusambandið breytist vegna aðgerða til að bjarga álfunni frá skuldakreppunni verður viðrinisháttur íslensku ESB-sinnanna meiri. Helstu málpípur þeirra segja ekki múkk um þróunina á meginlandi Evrópu.

Spurningin er hve lengi stjórnmálaflokkar á alþingi ætla að leyfa Samfylkingunni að einoka utanríkismál Íslendinga.


mbl.is Segir Össur vilja draga málið á langinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 1827
  • Frá upphafi: 1186169

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1598
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband