Leita í fréttum mbl.is

Ísland i hernaðarsamstarfi ESB

Evrópusambandið byggir upp hernaðarmátt sinn til að geta staðið undir nafni sem stórveldi. Samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu fór fram á undanþágu frá því að taka þátt í hernaðaruppbyggingu ESB. Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar forysta samninganefndar Íslands

Í viðræðunum við ESB lagði samninganefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamningi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildarríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undirstrikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti.

Grein þeirra Stefáns Hauks Jóhannessonar formanns samninganefndar Íslands og tveggja varaformanna staðfestir þrennt sem hefur verið umdeilt um umræðunni á Íslandi.

a) ESB er með her og hyggst byggja upp hernaðarmátt - annars þyrfti enga yfirlýsingu.

b) Ísland fær ekki varanlega undanþágu frá hernaðarsamstarfi ESB, þar sem ekkert mun standa um undanþágu í aðildarsamningi.

c) Ísland fær sérstaka yfirlýsingu um að tekið verði tillit til herleysis landsins. Þessi yfirlýsing getur hvenær sem er verið numin úr gildi, t.d. af dómsstól Evrópusambandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 277
  • Sl. sólarhring: 410
  • Sl. viku: 2710
  • Frá upphafi: 1176401

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 2451
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband